Ég er með til sölu Paiste PST3 sett sem eru 14 tommu hihat, 16 tommu crash og 20 tommu ride, með þessu fylgir Premier hihatstatíf, Taye bómustatíf og svo beint Premierstatíf sem vantar reyndar endann á (draslið með klemmunni og svampnum sem fer utaná symbalinn)

Það sér ekkert á symbölunum, þeir eru eins og nýjir, ég fékk þetta stöff í græjubýttum við gaur sem hafði selt settið sitt stuttu eftir að hann keypti symbalana (?)

Ég hélt í flónsku minni að ég myndi nota þetta stöff en (a) þetta tekur of mikið pláss í pínulitla stúdíóinu mínu. (b) þetta er of hávært og aðallega..
© ég er ekki trommuleikari fyrir fimmaura.

Skv heimasíðu Hljóðfærahússins kostar svona symbalasett 37.000 kall, statívin kosta örugglega einhvern helling líka en ég er til í að láta allann pakkann á 30.000 og myndi jafnvel vera tilbúinn að taka eitthvað hljóðfærastöff upp í það eða í staðinn fyrir peninga en bara ekki trommugræjur.

Stöff sem mig vantar og væri til í að taka upp í þetta væri td ebow, einhverskonar pitch shifter/harmonizer/octaver pedali eða analogdelay, jafnvel einhvern ódýrann rafmagnsgítar.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.