Sælir.

Ég er trommari sem býr í fjölbýlishúsi í 101 en er ættaður úr sveit. Ég hef Yamaha rafmagnstrommusett í íbúðinni og það er rosalega þægilegt og gott sett og sé ég ekki eftir peningnum sem fór í það.

Hins vegar verð ég að viðurkenna að það er ekki eins og að tromma á alvöru trommusett. Það er hins vegar rúmum 120km. í burtu og sakna ég þess rosalega mikið. Mig langar samt að hafa það einhvers staðar hérna í bænum þannig að ég geti spilað á það miklu oftar. Þannig að ég var að velta fyrir mér t.d. fyrir þá sem búa í fjölbýlishúsi, hvar hafið þið alvöru trommusettið ykkar til húsa? Er það í einhverju æfingarhúsnæði eða einhvers staðar annars staðar? Langar svo að færa það hingað til Rvk. en ég veit bara ekki hvar ég á að hafa það…

Takk takk:)