Hæ.

Ég er að velta fyrir mér hvort að það sé einhver áhugi fyrir stuttu en hnitmiðuðu trommunámskeiði hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem aðallega væri fókusað á metal-trommuleik?

Þetta er bara hugmynd sem stendur en mér finnst sárlega vanta meiri samstöðu hjá íslenskum metal trommurum, og það eru margir rosalega færir þungarokkstrommarar hér á landi sem hafa mikið til borðs að leggja í þessari tónlistarstefnu. Það er mikill uppvöxtur í íslensku senunni og margir yngri trommarar að koma til sögunnar, og mér finnst mikilvægt að við getum allir skoðað tæknina hjá hvor öðrum og hjálpast að við að byggja upp samheldið öfgatrommarasamfélag.

Ef áhugi er fyrir þessu gæti námskeiðið farið fram á alla mögulega vegu. Við myndum fara yfir undirstöðuatriðin í blast-beats og double-pedal trommuleik, samhæfingu milli útlima og gætum gert allskonar æfingar og verkefni, jafnvel cover lög.

Ég sé fyrir mér hóptíma þar sem að við myndum allir fara saman yfir ákveðin undirstöðuatriði, setja okkur markmið og sýna hvor öðrum árangurinn. Inn á milli gæti ég svo tekið menn í smá einkatíma og hjálpað til við að fínpússa tæknina. Við gætum reynt að fá fleiri góða (metal)trommara til að koma og sýna okkur hvað þeir eru að spá.

Þetta er bara hugmynd sem stendur en ef einhver áhugi er sýndur þá sé ég ekkert til fyrirstöðu að fara af stað með þetta í vetur.

Allar hugmyndir og gagnrýnar umræður vel þegnar, og í lokin vil ég einnig hvetja stelpur sem hafa áhuga á trommuleik og metal til að taka virkan þátt, okkur veitir ekki af því.

Ragnar.
Vó hvar er ég?