Trommarinn 2009

Laugardaginn 10 október næstkomandi verður sýningin Trommarinn 2009 haldin í fyrsta sinn á Íslandi, í sal Tónlistarskóla FÍH frá kl.13:00 til 18:00.

Á sýningunni verða hljóðfæraverslanir með allt það nýjasta til sýnis í trommum og slagverki, 6 landsþekktir trommuleikarar troða upp og verða með atriði, Íslenskir trommusmiðir sýna afurðir sýnar og mikið af gömlum “vintage” trommusettum og stökum trommum verða til sýnis.

Einnig verður happdrætti þar sem 15 vinningar verða í boði Tónastöðvarinnar, Hljóðfærahússins/Tónabúðarinnar og Trommari.is. Dagskrá (ókeypis) sem afhent er við innganginn virkar sem happdrættisimiði. Einungis 1 vinningur á mann.

Að auki verður vel völdum Íslenskum trommuleikara veitt viðurkenning fyrir ævistarf sitt í þágu tónlistar og hann heiðraður.

Aðgangur er öllum heimill og kostar ekkert inn.

Trommari.is bolir verða til sölu á kr. 2000,-

Munið: Laugardagurinn 10 október 2009 kl. 13:00 - 18:00 í sal FÍH

Auglýst verður fljótlega, nánari dagskrá þar sem fram kemur hvaða trommuleikarar koma fram.
www.trommari.is