Sælt veri fólkið!

Ég hef hérna til sölu frekar massíva pedala sem ég er að skipta
út fyrir aðra, þar sem hvorki er nóg pláss á effectabrettinu
mínu, né passa þeir nógu vel við mitt draumasánd… (þó þeir
passi mjög vel við draumasándið hjá fullt af öðru fólki… :)

Hér á eftir fylgja verðin á pedölunum ef þeir væru pantaðir
frá hinni dúndurgóðu netverslun, <a href="http://www.music123.com“>Music123.com</a>
(þ.e. raunverulegu verðin, með sendingarkostnaði og virðis-
aukaskatti :)




<b>VOX V850 Volume Pedal:</b>
——————————
Þessi pedall er mjög traustur og góður, mæli hiklaust með honum.
Hann er blár, úr sama efninu og allir VOX-pedalar eru gerðir,
mjög sterkbyggður, þ.e. úr stáli.
Voðalega lítið er meira um hann að segja,
þar sem Volume pedall er bara volume pedall og VOX er bara VOX!
Hægt er samt að nálgast frekari upplýsingar á www.music123.com

Þetta eintak sem ég hef hér í höndunum er alveg órispað,
3ja mánaða gamalt og einsog nýtt (kassinn fylgir).

Verðið á pedalnum nýjum frá Music123 er:

1. $69.99 = 69.99 * 76.80 (miðað við USD 04.11.03) = 5375 kr.
2. sendingarkostnaður til Íslands = $42.90 * 76.80 = 3294 kr.
3. svo bætist vaskur ofan á heildarupphæðina
= 8669 * 1.245 = 10793 kr.

10.793 kr. er semsagt raunvirðið á þessum gæðagrip…

Ég er til í að láta hann fyrir 7.000 kr. en er auðvitað opinn
fyrir tilboðum í skilaboðum.
——————————




<b>BOSS PW-10 WAH PEDAL:</b>
——————————
Hágæða WAH Pedall sem nær sándinu úr:

***

JIM DUNLOP - CRY BABY (einsog Slash notar)
VOX WAH - V846 (sígildi VOX-wahinn)
MORLEY - BAD HORSIE (mjög frægur wah)
BOSS WAH - nýr wah frá BOSS
BASS WAH - sérstakt sánd fyrir bassa
UNI-VIBE - vibrato sánd (mikið notað late 60's og 70's)
VOICE - talk box (einsog í flestum Bon Jovi lögum
og Generator með Foo Fighters)
CUSTOM - svo er hægt að búa til sitt eigið wah sánd

***

Þessi pedall er samt ekki bara wah pedall heldur er líka
innbyggt Drive (overdrive og distortin) í hann og með því er
hægt að ná sándinu úr:

***

METAL ZONE - einsog BOSS pedallinn sem flestir kannast við
BIG MUFF - óteljandi fjöldi gítarleikara notar BIG MUFF
frá Electro-Harmonix, t.d. Matt Bellamy (MUSE)
BOSS OD-1 - vintage overdrive-ið frá BOSS
GUV'NOR - sígilt overdrive frá Marshall
BOSS OD-1 - þ.e. distortion effectinn
BOSS OD-2 - annar boss overdrive
BOSS BD-2 - BOSS Blues Driver sándið
BOOSTER - BOSS BOOSTER með svokölluðu ”flat response“

***

Þetta er ekki það eina heldur er þessi pedall með 3 rásum
sem hægt er að búa til sínar eigin stillingar í og vista
þannig, t.d. CRY BABY WAH með BIG MUFF sándi, eða MORLEY
með clean sándi þannig að hægt sé að stilla á sitt sánd
einsog skot!

Hægt er að sjá verðin á www.music123.com
einnig er gagnrýni á www.music123.com um pedalann



Sjálft fótstigið er digital, þ.e. er með infrared ljósi sem
stjórnar pedalanum þannig að maður þarf ekki að hafa áhyggjur
af ryki eða skruðningum af þess völdum í pedalnum.


Ef verðið er reiknað miðað við að kaupa pedalann af Music123:

$149.99 + $30.76 (sendingarkostnaður á honum til Íslands)
= $180.75 * 76.80 (gengi USD 04.11.30)
= 13.881 kr.
svo bætist virðisauki ofan á það = 13881 * 1,245 = 17.282 kr.

Pedallinn kostar semsagt (kominn til landsins) 17.282 kr af
Music123, en kostar í <a href=”http://www.rin.is“>Rín</a> 17.900 kr.


Þetta eintak sem ég á var keypt í Júní 2003 og er í
toppástandi, hefur næstum ekkert verið notaður, engar rispur,
virkar fullkomnlega og er alveg jafn góður og nýr!
Upprunalegi kassinn (líka í frábæru ástandi) fylgir með,
ásamt öllu sem í honum er þegar hann er keyptur nýr.

Ég er til í að selja hann fyrir 14.500 kr., en auðvitað vil
ég fá tilboð ef þú hefur áhuga… Sendu bara skilaboð og ég
svara um hæl!

——————————




<b>DigiTech Whammy 4:</b>
——————————

Það vita nær allir hvaða gaur þetta er…
Auðvelt er að taka dæmi hvað er hægt að gera með þessari
græju! Hlustaðu á: bassann í ”Seven Nation Army“ með White
Stripes, opnunargítarriffið í ”My Iron Lung“ með radiohead,
sólóið í ”Killing in the Name of“ (Rage Against the machine),
rólega lagið með audioslave (Tom Morello einmitt aftur á
ferð þar) (þ.e. sólóið)…

DigiTech Whammyinn er mjög eftirsóttur, búinn að vera upp-
seldur í Hljóðfærahúsinu mjög lengi… Hann er seldur
þar á 31.500 kr. Þetta er alveg æðislegur effekt!!!

Mitt verð á pedala sem virkar frábærlega, er um hálfs árs
gamall með smá rispum, (sem skipta þannig séð engu máli,
pedallinn virkar ”like a charm“) = 25.000 kall, en
auðvitað er fólki frjálst að prútta. Sendið bara skilaboð.

P.S. Straumbreytir fylgir…

——————————



<b>BoSS Turbo Distortion:</b>

——————————

Hægt er að nálgast upplýsingar um þennan grip á
<a href=”http://www.rin.is">rin.is</a> (þ.e. bæði lesa um
hann, finna urlið á heimasíðu framleiðanda og hlusta á
tóndæmi)

Rín selur hann á 8.900

Ég er til í að selja minn (eins árs) fyrir 6.000 kr. (en
eins og áður, er ég opinn fyrir tilboðum :)

——————————



<b>Proel Volume Pedal:</b>

——————————

Mjög fínn Volume pedall, frekar nýr.
Selst á 5.000 kall

——————————


og að lokum…


<b>DOD Flashback Fuzz:</b>

——————————

Skemmtilegur Fuzz pedall, í frábæru ástandi, kostar
að mig minnir 8.900 í Hljóðfærahúsinu…

Þetta eintak er einsog nýtt og set ég á það 6.000 kall.

Sendið skilaboð ef þið hafið áhuga, frjálst er að
prútta… :)


Kveðja,
immerse