Mig langar aðeins til þess að tala um Chromatic Scale. Chromatic-skallinn, sem inniheldur allar tólf nóturnar í áttundinni, hjálpar kannski ekki mikið til við að búa til sóló, allavega ekki svona til að byrja með.
En ein frábær leið til þess að nota hann, eða hluta af honum eru svokölluð chromatic runs, þ.e. fingraæfingar sem miðast við að spila fjórar samliggjandi nótur á hverjum streng, upp alla strengina.
Dæmi um þetta er:
Vísifingur á 1.band, langatöng á 2.band, baugfingur á
3.band og litlifingur á 4.band.
Tab:
—————————————————1-2-3-4-
—————————————–1-2-3-4———
——————————-1-2-3-4—————–
———————1-2-3-4————————-
———–1-2-3-4———————————
-1-2-3-4—————————————–

og svo niður aftur, bara í öfugri röð, byrja á 4.bandi og enda á fyrsta.:

-4-3-2-1—————————————–
———–4-3-2-1———————————
———————4-3-2-1————————-
——————————-4-3-2-1—————–
—————————————–4-3-2-1———
—————————————————4-3-2-1-



Þetta er í fyrsta lagi frábær upphitunaræfing og æfir alla puttana, eitthvað sem við svíkjumst oft undan. Í öðru lagi er algjör snilld að breyta röðinni á nótunum sem þú spilar, byrja til dæmis á 4. bandi, taka svo 1.band, svo 2.band og loks 3.band og fara svo á næsta streng, það er að segja:

—————————————————4-1-2-3–
—————————————–4-1-2-3———-
——————————-4-1-2-3——————
———————4-1-2-3————————–
———–4-1-2-3———————————-
-4-1-2-3——————————————

og svo fer ég oftast niður á þennan hátt:

-4-3-2-1—————————————–
———–4-3-2-1———————————
———————4-3-2-1————————-
——————————-4-3-2-1—————–
—————————————–4-3-2-1———
—————————————————4-3-2-1-

Það að byrja á litla fingri, er algjör snilld, því að hann virðist mjög oft verða út undan hjá okkur, einfaldlega vegna þess að hann er aumastur og það er erfiðast að þjálfa hann upp. En með því að byrja á honum leggjum við áherslu á hann og hann styrkist og liðkast fljótt.

Svo er um að gera að leika sér svolítið með þetta sjálfur, ekki bara gera eins og maður les á netinu heldur spinna eitthvað sjálfur eins og:

—————————————————2-3-4-1–
—————————————–1-2-3-4———
——————————-4-1-2-3—————–
———————3-4-1-2————————-
———–2-3-4-1———————————
-1-2-3-4—————————————–

og svo niður:

-2-1-4-3—————————————–
———–1-4-3-2———————————
———————4-3-2-1————————-
——————————-3-2-1-4—————–
—————————————–2-1-4-3———
—————————————————1-4-3-2-

En ég vona að þið hafið gagn og gaman af þessari smá
lesningu og nýtið ykkur þetta í eigin æfingum í
framtíðinni.

kveðja, Reyni
I got rabies shots for biting the head off a bat but that's OK - the bat had to get Ozzy shots.