Langaði að koma á framfæri til hljómsveita nokkra punkta til hljómsveita (sérstaklega yngri og óreyndari hljómsveita) varðandi mónitorkerfi á tónleikum.

Til að byrja með, nokkur hugtök. Ég nota erlendar skammstafanir, þar sem þær eru meira.. já “universal”
FOH = Front of House. Semsagt staðurinn á móts við svið þar sem mixerinn er (og ljósa, video og fleiri stýringar eru.
MW = Monitor World. Þegar mónitorum er stýrt frá sviðskanti er talað um þann stað sem Monitor World

Sviðs áttir: Oft er talað um Sviðs hægri, sviðs vinstri (stage right, stage left) og virðist oft verða ruglingur um hvað er hvað.
Sviðs áttirnar eru miðaðar við þann sem stendur á sviðinu og horfir út í sal. Semsagt Sviðs-hægri er vinstra megin frá sjónarhorni áhorfenda (og frá sjónarhorni FOH)
Einnig finnst mér rétt að minnast á “Upstage” og “Downstage”. En hugtökin koma frá sviðum þar sem að sviðið hækkaði eftir því sem aftar dregur. Semsagt Upstage er aftast á sviðinu, og downstage er framan á sviðinu.
Sem dæmi eru söngmicarnir oftast downstage og trommusett upstage.
Ég mun það sem eftir er að pistlinum nota SR fyrir sviðs-hægri og SL fyrir sviðs-vinstri. Ég hvet fólk til þess að venja sig á að nota þetta “universal” mál í samtali við hljóðmenn (bæði FOH og mónitormenn, hvort sem það er sami aðilinn eða ekki)

Allavega, þá er það komuð svona nokkurnvegin á hreint.

Vill fá það alveg á hreint að þetta er byggt á minni reynslu og mínum vana, og ef einhver hefur eitthvað á móti þessu að setja hvet ég hann endinlega til að drulla yfir mig :P

Þegar ég er að hljóðmannast á tónleikum þar sem að mónitorum er stjórnað úr FOH þá er ég vanalega með 4 mónitor send.
Vanalega númera ég þá frá vinstri til hægri frá mér séð (FOH) með trommumónitor síðastann.
1. SR
2. SC (Stage-Center)
3. SL
4. Trommur

Þegar ég er að vinna sem mónitormaður á event þar sem að er sérstakur MW (Monitor World, ef einhver var búinn að gleyma því) er ég oftast með 5 eða 6 mónitor rásir (þetta eru oftast stærri eventar)
Þá númera ég þá oftast með númerum frá vinstri til hægri frá sjónarhorni MW (með trommumónitor síðastann). Á svona stærri eventum reyni ég líka oftast að merkja alla mónitora með númerum, þannig að bæði sá tónlistarmaður sem á að nota mónitor sjái hann, sem og að ég sjái á númerið frá MW.
Þegar mónitorar og tónlistarmaður segir “get ég fengið meira hljómborð í mónitor hjá mér” Þá get ég annaðhvort séð í flýti við hvaða mónitor hann stendur (það er örugglega allaf fljótlegra en að hugsa “já bíddu hann stendur við þriðja mónitorinn sem er á rás nr. 2”.
Reyndir (okei ekki alltaf, segjum frekar sniðugir) tónlistarmenn myndu segja “Get ég fengið meira hljómborð í númer 2”.

Eru ekki enþá allir að fylgja mér ?

Finnst eiginlega næsta skref hjá mér vera að telja upp þau mistök sem mér finnst algengast að fólk geri varðandi mónitora.

Fyrst og fremst, ef að gítarleikari stendur meter framanvið 4x12 gítar cabinet sem að stendur á gólfinu þá mun 80% af hljóðinu úr magnaranum fara beint í rassgatið á honum, en ekki að eyrunum. Ég veit ekki með ykkur en ÉG heyri allavega með eyrunum.

Það getur hjálpað mjög mikið að hækka upp/halla mögnurum þangað til að þeir beini actually í höfuðhæð við þaðð sem þarf að heyra, eða standa það langt frá að dreyfingin er orðin þokkaleg í hæð við höfuðið á fólki.

Þetta á líka við um mónitorana sjálfa. Ég persónulega verð ekkert fúll ef að einhver snýr mónitornum örlítið eða færir sig svo að hann sé í þokkalegri línu við hvert mónitorinn er að kasta, áður en viðkomandi byður um að hækka.

Næstfyrst og Næstfremst. Haldið sambandi við hljóðmann í mónitortékki og soundtékki. Fylgist með, hættið að spila þegar hljóðmaður gefur merki, og ekki gefa frá ykkur hljóð nema þið séuð beðnir um það (vissulega er eðlilegt að tuna aðeins til magnarann þegar þið stigið upp á svið, en fylgist þá með hvort að hljóðmaður segi um “get ég fengið aðeins bassa” á meðan þið stillið gítarmagnarann og gefið hljóðmanni og bassaleikara þá “vinnufrið”.

Ég persónulega byrja flest soundtékk með EKKERT í mónitor. Ég set ekkert í mónitor nema vera beðinn um það. Þetta segi ég við flest bönd sem stíga á svið í soundtékki, en eiginlega undantekningarlaust eftir fyrsta lag er oftast samtal á þessa leið.
“öhh.. ég heyri ekkert í mónitor”
-Allt í lagi, hvað viltu heyra ?
Bara… allt.

Okei.. þetta er ágætt, en ef ég geng bara yfir allar rásirnar á mixernum og hækka allt upp í 0db á öllum mónitorum er frekar hætt við að sviðsháfaði verði óþarflega mikill, og mónitorar jafnvel fari að gefa sig.

Það fyrsta sem mér finnst að hljómsveitir eigi að gera er að stilla hljóðstyrk og snúa mögnurum þannig að það heyri sem best í öllu(undantekning er trommari, það er oft illgerlegt að snúa mögnurum svo hann heyri vel).

Svo finnst mér að þeir eigi að nota mónitorana sem filler fyrir það sem þeim vantar enþá að heyra.

Mjög algengt er að ég heyri gítarleikarann sem syngur segja í micinn sinn “Get ég fengið meiri mig í mónitor”
Okei, meiri gítar eða meiri söng ?
Orðið eigin er lykilorð í góðri mónitorbeiðni, ef fyrrnefndur myndi segja
“get ég fengið meiri eigin söng í mónitor” gæti ég gert nákvæmlega það sem hann biður um, no questions asked.

Svo ég taki annað dæmi. Tveir gítarleikarar, bassaleikari og trommari eru í hljómsveit. Gítarleikararnir og bassaleikarinn eru hver með sinn micinn og syngja allir. Tekið er hálft lag í soundtékki og trommarinn segir svo.
“Get ég fengið meiri gítar og meiri söng í mónitor”
Finnið villuna.

Ef ég geri það sem trommarinn biður um er ég að hækka 5 rásir í mónitor til hans, báðar gítarrásirnar og 3 söng rásir.

Annar lagstubbur er tekinn og sami trommari segir, “okei, geturu lækkað annann gítarinn aðeins og ég heyrði of mikið í einum söngvaranum”

Strax væri skárra ef að hann gæti sagt “Geturu lækkað lead guitar, og söngurinn hjá Stefáni er aðeins of hár”

Allt í lagi, en hinsvegar er ekkert alltaf greinilegt hvor gítarinn er að spila lead og kanski skiptast þeir á á milli laga auk þess veit ég ekkert hver Stefán er.

Það þarf að passa, þegar verið er að vinna með fólki sem að maður þekkir ekkert mjög vel (sérstaklega fyrsta gigg með einhverjum hljóðmanni) að gera ekki ráð fyrir að allir viti hvað allir heita. Það er auðvitað eðlilegt þegar band er að spila hjá manni í 10. skiptið eða þegar að bandið er orðið svona semi-þekkt að maður fari nú að greina hvað meðlimir heita, gott viðmið er að þegar maður heilsar fólkinu úti á götu dags daglega þá er orðið nokkuð solid að maður viti hvað aðilarnir heita.

Þetta er annað tilefni til þess að koma upp Sviðs áttum, ef að trommarinn segir “geturu lækkað aðeins hægri gítarinn og lækkað aðeins miðju sönginn” eiga bæði hljóðmaður og meðlimir að vita að auðvitað er verið að tala um sviðs-hægri, svo hljóðmaður lækkar þann gítar sem er sér á vinstri hönd til trommara.


Lendi mjög oft í því að gítarleikari segi við mig “Get ég fengið meiri gítar í mónitor”, án þess að tilgreina hvaða gítar. Þarna er “eigin” og “hinn” kominn inn.
“Get ég fengið örlítið minni hinn gítar í mónitor og aðeins meiri eigin” (ekki er gott að nota “hinn” og “minn” þar sem það hljómar mjög svipað, sérstaklega þegar að það eru 3 aðilar að framkalla hávaða á sviðinu)

Ef að þú ert söngvari og biður um geðveikt mikinn söng í mónitor (sem er bara mjög eðlilegt)… plís ekki taka micinn úr statívinu og beina honum ofaní mónitorinn.. bara svona for your own sake :P

Ef að þú ert trommari og þarft að fá sneril/toms í mónitor.. þá er eiginlega bara of mikill hávaði hjá þér, fáðu frekar hljóðmann til að lækka allt annað frekar en að setja trommurnar í mónitor (að mínu mati allavega :P)


Held ég hafi ekki meira um þetta mál að segja í bili. Vona að þið hafið nennt að lesa þetta, séuð einhverju nær um þessi mál, og endinlega ef að einhver er ósammála mér að einhverju leiti.. Please say so, ég fer ekkert að skæla.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF