Spá mín um úrslit Músiktilrauna og fleira Hér fyrir neðan er mín skoðun á hljómsveitunum sem munu keppa í úrslitum Músiktilrauna árið 2009 og spá hvað mun gerast.
Fyrir þá sem hafa aðrar skoðanir en ég vil ég benda á að þetta eru eingöngu mínar skoðanir þannig að þið getið sleppt við skítköst. Leiðréttingar á staðreyndum(ef ég kem með einhverjar) eru samt velkomnar.
Ég reyni að vera eins hlutdrægur og ég get.

Vegna þess að röðin í keppninni er ekki ennþá komin mun ég gagnrýna böndin eftir stafrófsröð. Og þar sem ég hef ekki séð öll böndin live, hef ég bara heyrt í sumum gegnum upptökum.
Njótið.


Artika: Þegar ég sá þá keppa á laugardaginn fannst mér þetta vera mjög kraftmikið en ég náði ekki að fíla þetta mjög vel, þó það kom mér ekki það mikið á óvart að þeir komust áfram.
Ég ákvað að skoða lögin og mér leist bara mjög vel á þetta. Trommuleikurinn finnst mér vera mjög sterkar í upptökunum. Þó þetta sé ekki það sem ég hlusta aðalega var þetta kraftmikið og átti vel skilið að komast í úrslit.
Sæti: 5


Blanco: Ég sá þá reyndar ekki live því ég var niðri þegar þeir voru að spila og heyrði ekkert. Hafði áður séð upptökur af laginu þeirra, Purple Bird, og líst frekar illa á það. Söngvarinn er ekki fullkomlega lagviss(kemur oft fyrir að munar litlu að hann syngur í key), lagið dettur stundum úr takti og gítararnir hefðu verið miklu flottari hefðu þeir verið með grip en ekki alltaf bara fimmund. Melódían lætur mig fá smávegis kjánahroll.
En kannski eru þeir betri live.
Sæti: 9


Bróðir Svartúlfs: Þessi sérkennilega blanda af rappi/hiphop, rokki og indie kemur sérkennilega vel út. Ég fékk aðvörun á huga að lögin geta orðið fíkn og síðan ég fór á myspace-ið þeirra hefur Fyrirmyndar-veruleika flóttamaður verið spilað oft. Það eina sem er slæmt við þetta band er að bassalínurnar eru aðeins of langdregnar, en það er bætt úr því með því að hafa þær verulega catchy. Frábært band.
Sæti: 1


Captain Fufanu: Það kom mér frekar mikið á óvart að þetta band komst áfram. Þó tónlistin sé mjög sérstök sem inniheldur oft sérstök hljóð fannst mér þetta mjög langdregið. Finnst líka draga bandið mjög mikið niður að það sé enginn söngur. Svo fannst mér annar gaurinn í undankeppninni(og minni á að þetta eru eingöngu mínar skoðanir) dansa mjög hallærislega. Virkar áreiðanlega vel á DJ böllum/tónleikum en fannst það ekki pass þarna, sérstaklega þar sem hinn gerði ekki neitt.
Sæti: 10


Discord: Ég er nokkuð viss um að svona þungt band hefur aldrei keppt áður í úrslitunum. Þegar ég sá þá á föstudaginn var allt í toppstandi. Þéttir, hægu riffin voru mjög grípandi og söngurinn flottur þó söngvarinn sjálfur var soldið dauður á sviðinu. Er mjög ánægður að svona þung tónlist var ákveðin áfram af dómurunum. Á eftir Fyrirmyndar-veruleika flóttamaður er Machinations of Torment lag tilraunanna að mínu mati.
Sæti 3:


Flawless Error: Bassaleikarinn og gítarleikarinn/söngvarinn kepptu í fyrra undir nafninu Shit og voru mjög óþéttir. Þessi tónlist er soldið ólíkt pönkinu sem var í fyrra. Þó þetta sé þéttara en í fyrra er þetta engann veginn nógu gott til að vera í úrslitunum. Að mínu mati hefur söngvarinn lítið bætt. Trommuleikurinn er reyndar fínn miða við að trommuleikarinn sé aðeins 12 ára sem lætur mig hugsa að einu. Af hverju er 12 ára krakki og 16 ára strákar saman í hljómsveit?
Sæti: 8


Ljósvaki: Ekki er ég viss hvort textinn um hann er grín eða ekki. Þrátt fyrir það fær maðurinn hrós fyrir að hafa komist upp með intro á undankvöldinu og samt komist áfram af dómurum. Lögin eru ekki langdregin og hann syngur þetta vel, en mér finnst lögin ekki vera það grípandi(Reyndar er samt soldið flott að það er smávegis funk fílingur í sumum lögunum). Að mínu mati komst hann bara áfram vegna frumleika.
Sæti: 7

Melkorka: Það er frekar erfitt fyrir mig að vera hlutlaus við þá þar sem gítarleikarinn er bróðir minn, ég er með bassaleikaranum í öðru bandi og hef þekkt hina tvo meðlimina í mörg ár. Í undankeppninni hafði fyrra lagið smá Sigur-rósar fíling í byrjuninni þó hún var smá fölsk og mér trommurnar ekki passa í einum hluta . En síðara lagið miklu flottara, frábær söngur, fínar bassalínur og gítarinn kom mér á óvart(en hann var ekki tekinn upp á upptökunum).
Sæti: 2


Spelgur: Samkvæmt því sem Óli Palli sagði var þetta band í öðru sæti, bæði hjá dómurunum og í atkvæðakostningunum. Það hefði verið miklu betri ef það hefði verið ein stelpar í viðbót til að spila á gítarinn því þetta var ekki gott hjá henni. Síðan var trompetleikarinn lítið að gera. Það kom mér meira á óvart að Spelgur komst áfram en Discord(no offense OfficerDickHead)
Sæti: 11


We Went To Space: Þó mér fannst fyrsta kvöldið vera ekki það gott komust samt fjórar hljómsveitir frá því kvöldi áfram. We went to space fannst mér vera næst-best af þessum böndum. Tónlistin hjá þeim er mjög flott hjá þeim, verulega flott. Söngvarinn hefur fínt rödd sem passar við þessa hljómsveit. Ég sá gagnrýni á íslensk tónlist frá notendanum frecleface sem var eftirfarandi:
Fannst virkilega töff hvernig bassaleikarinn mútlítaskaði: hann stökk frá því að spila á bassann yfir að spila á hljómborð og gerði það alveg nokkrum sinnum yfir lögin án þess að detta úr takti.
(Gagnrýni hinna bandanna má sjá hér: http://www.hugi.is/islensk/articles.php?page=view&contentId=6592429
Það verður flott að sjá bassaleikarann gera það og sömuleiðis verður flott að sjá þetta band á úrslitakvöldinu.
Sæti: 4


The Vintage: Fyrir þá sem vita það ekki hét þessi hljómsveit áður Acid. Upptökurnar á myspace eru mjög flottar og lögin eru verulega blúsuð. Þó þetta sé ekki frumlegt er auðveldelga hægt að hlusta á þá. Það verður gaman að sjá smá blúsrokk í úrslitinum en gerðist síðar fyrir tvemur árum þegar Spooky Jetson spilaði og voru þeir frábærir.
Sæti: 6



Sama hvaða hljómsveit fá verðlaunasæti, vona ég að þeir nýta sér það. Síðustu ár hafa nokkur bönd nýtt sér sigurinn mjög vel, eins og Mammút, Jakóbínarína, We Made God og Agent Fresco. Svo eru sigurvegarar Músiktilrauna venjulega frekar þekkt band á Íslandi, hvort sem þeir eru frægir í útlöndum eða ekki.



Hér fyrir neðan er síðan hver mér finnst eiga skilið hin verðlaunin í keppninni.


Gítarleikari Músíktilrauna: Davíð Valdimar Valsson - Wistaria
Hann sýndi góða takta á 3. undankvöldinu og hafði flott sóló. Synd að þeir komust ekki áfram.

Bassaleikari Músíktilrauna: Alexander Örn Númason - Sound Of Seclusion
Ég hef verið með honum í hljómsveit í næstum því eitt og hálft ár og sá strax að hann var mjög efnilegur. Hann hélt engu eftir á undankvöldinu og spilaði rosalega.

Hljómborðsleikari/forritari Músíktilrauna: Atli Már Björnsson - Melkorka
Söng vel á meðan hann spilaði fimlega á hljómborðið. Píanó/orgel spilið í siðara laginu, Hver veit sinn sannleik, var mjög flott.

Trommuleikari Músíktilrauna: Annaðhvort Ragnar Sverrisson – Negatrivia eða Andri Þorleifsson – Bróðir Svartúlfs
Ég hef séð Ragnar gera hraðari og flóknari hluti með hinum hljómsveitunum hans(Atrúm og Beneath) en hann var mjög þéttur og taktviss. Hann hafði þar að auki langbesta sneril-soundið í keppninni(þó það var smá vandamál með það)
Andri er kannski ekki að gera mjög flókna hluti en trommuleikur hans er líka taktviss og þar að auki mjög skemmtilegur.

Söngvari/rappari Músíktilrauna: Almar - Earendel
Hef áreiðanlega aldrei séð jafnkröftugan söng í músiktilraununum. Hann nær þar að auki ágætlega vel hátt upp.

Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku: Einu líklegu böndin til að vinna þetta eru Melkorka og Bróðir Svartúlfs
Held að þessi verðlaun séu aðeins veitt þeim sem keppa í úrslitunum og þetta eru einu böndin þar sem synga á íslensku.

Hljómsveit fólksins: Þetta fer alvarið eftir frammistöðu hljómsveitanna á laugardaginn.

Er btw hætt að verðlauna Athyglisverðasta hljómsveitin?


Og þá er bara bíða eftir því hvort hljómsveitirnar sem fá mestu athyglina ná að nýta hana vel.


Vona að þetta hafi verið áhugaverð og ekki “út í hött” gagnrýni. Og ég afsaka stafsetninga/málfræði villur

sabbath