Ég er einn af þeim sem kaupir ekki cymbalahreinsiefni útí tónabúð (og hef aldrei gert það) svo ég vil deila með mér hérna inn trommari.is fróðleiksmola sem er sú aðferð sem ég fer eftir þegar ég hreinsa cymbalana mína, og vona að það hjálpi kannski eitthverjum ;)

Það sem þarf í verkefnið:
-Gamlan/óhreinan cymbal.
-Handklæði.
-tusku.
-(Eldhúsrúllu)pappír.
-Skál með volgu vatni.
og síðast en ekki síst
-klósetthreinsi (verður að innihalda meira en 2% Salicylic Acid)
-''Brasser'' (Brass Polish)
MYND

Step by step=

1. Fyrst leggur maður handklæðið á borð og hefur það kannski tvöfallt til að hafa það þykkra, svo leggur maður cymbalinn ofaná handklæðið.

2. Svo tekur maður klósetthreinsinn og spreyar þétt á allan cymbalinn. Taktu tímann og spreyaðu á hann á eins og hálfs mín. fresti þangað til þú ert búinn að spreya hann þrisvar. (EKKI þurka sápuna af honum á milli spreyanna.)

3. Þegar maður er búinn af því þá næst tekur maður tuskuna og dýfir henni í skálina með vatninu og vindur svo tuskuna vel. Þá þurkar maður alla sápuna af cymbalanum.

4. Þegar maður er búinn að þurka vel af honum með röku tuskunni þá tekur maður eldhúsrúllupappírinn og þurkar restina af bleytunni í burtu.

5. Svo tekur maður meiri pappír og setur í hann ‘'brasser’' og dreyfir brass polishernum yfir allan cymbalinn.

6. Þá bíður maður í 2-3 mín. og svo tekur maður meiri pappír og þurkar brass polisherinn alveg í burtu (alveg eins vel og maður getur).

7. Cymbalinn er tilbúinn :)


Ég hef gert þetta á nokkra cymbala og þessi aðferð skemmir EKKI soundið í cymbalanum eða eyðir logoinu af honum.

En hér er svona before & after myndir þegar ég tók þessa fljótlegu aðferð á 10'' Bosphorus Splashinn minn=
FYRIR - EFTIR

Takk fyrir mig ;)
-Bosphorus
Hvernig breytir maður um undirskrift?