Það er bara eitt orð sem ég þarf að segja í byrjun til að fólk viti að ég er að tala um uppáhald metaltrommara; að spila ógissla hratt. Og það orð er:

Axis.

Nei. Axis gerir þig ekki hraðari, rétt eins og að þú ferð ekki að shredda eins og dólgur ef þú kaupir þér gibson sg.

Axis, og aðrar mjög dýrar græjur eru einfaldlega tól FYRIR atvinnumenn. En þú verður ekki atvinnumaður á því einfaldlega að KAUPA axis.

Að spila á axis pedala er allt öðruvísi en að spila á hefðbundna pedala. Þú getur ekkert svindlað. Oft þegar maður er kominn upp í svona 210 bpm á venjulegum pedulum getur maður oft slegið eitt slag og næstu tvö-þrjú fylgja á eftir út af spennunni í gormunum og skinninu. Á axis pedulum er það ekki hægt. Þú verður að spila hvert einasta slag hvert fyrir sig sundurliðað.

Í rauninni er þessvegna alls ekki auðveldara að spila á axis pedala, heldur miklu erfiðara, því þú þarft að vera ORÐINN góður til að nota þá, en það gengur ekki upp að ætla að verða góður fyrst, og æfa sig svo.

Flestir alvöru metaltrommarar, svosem Inferno í behemoth, eru orðnir mjög hraðir, tæknilegir og afslappaðir áður en að þeir kaupa sér sína fyrstu axis pedala. Axis pedalar eru þessvegna aðeins til að ýta þeim nær fullkomnun, en ekki stökkpallur fyrir þann sem ekkert kann fyrir.


Fyrir þá sem vilja spila hratt, og á sama tíma vel, mæli ég eindregið með því að halda áfram að nota gömlu pedalana ykkar, sem þið eruð svo ósáttir með, þangað til að þið eruð farnir að ná valdi á öllum þeirra (og ykkar) göllum. EFTIR ÞAÐ skuluð þið fara að spreða í dýrari græjur, þannig verðiði ekki fyrir vonbrigðum, og professional trommudót eins og axis og annað getur hjálpað ykkur seinna meir.


Svo verður alltaf að hafa í huga að hver og einn hefur sérstakan stíl og smekk, og ekki láta neinn segja þér að ein gerð af hljóðfæri sé betri en önnur, tökum dæmi;

“Gaur kauptu pearl reference það er langbest mar”

Nei. Rangt. Haltu kjafti, auli. ÞÉR FINNST pearl reference langbest. Munum að prufa sem flest og velja svo sjálf(ir). Allir geta fundið hljóðfærasmið við sitt hæfi.



Svona í lokin er gaman að segja frá því að myrk platan var spiluð á einhverja gamla og lúna yamaha pedala, withered platan á sömu pedala, severed crotch demoið soul cremation var spilað á gamla pearl kickera, meira að segja með 2 mismunandi beaterum sem voru hálf lausir, og nýja atrum lagið “secular” var líka tekið upp á þá pedala.

Það þarf ekki alltaf dýrustu græjurnar til að ganga lengra.

-Raggi.
Vó hvar er ég?