Jæja ég ákvað að taka áskorun comics og senda inn grein um hvernig á að gera A/B-box, hinsvegar þá nennti ég ekki að gera A/B-box en mig vantaði tvöfaldann looper svo ég bjó til einn svoleiðis, tók nokkrar myndir og ætla að kenna ykkur að búa til looper og jafnframt að reyna að útskýra hvernig maður á að búa til A/B-box þar sem þetta er í raun alveg eins græjur. (Í þessum tutorial er ekki kennt að búa til box með ljósum því að það er flóknara, ágætt að byrja á einföldum hlutum).

Þessi grein verður mjög svo óformleg en þið lifið það alveg af.

Verkfærin (mynd)

Til að gera A/B box eða Looper þarf nokkur verkfæri. Á myndinni sjáiði helstu verkfæri sem þarf.
- Töng til að klippa til snúrur.
- Töng til að taka plastið utan af vírunum (ekki nauðsynlegt þar sem þið getið líka notað tennurnar).
- Borvél.
- Verkfæri til að mæla þykktina á tökkunum (man ekki hvað það heitir).
- Lóðbolta.
- Skrúfjárn.

Til viðbótar er mjög gott að vera með málingarlímand og penna (jafnvel voltmæli).

Íhlutir (mynd)

Í mínu tilviki er ég að nota jack tengi sem voru í öðru boxi sem var með bilaðann takka, þess vegna eru snúrurnar í þeim.

En hlutirnir sem þarf eru:
- 3 jack tengi (4 fyrir looper).
- 1 takka.
- 1 box.
- Snúrur til að tengja allt draslið saman.

Hjá mér er ég að gera tvöfaldann looper í einu boxi, þess vegna þarf ég 6 jack tengi og 2 rofa.

Skref 1 (mynd)

Fyrsta skrefið er að merkja boxið á þeim stöðum sem þú vilt hafa rofana á. Hér er mjög gott að setja málingarlímband yfir boxið (þar sem þú ætlar að bora) og merkja á límbandið.

Skref 2 (mynd1) (mynd2) (mynd3)

Núna er gott að mæla hversu stórt gat þið þurfið að bora fyrir takkanum (sjá mynd1).

Núna er komið að því að bora, þegar þú borar er gott að leyfa límbandinu að vera eftir. Þegar þú fjarlægir límbandið svo þá tekur það með sér mest allt ryk og auka drasl sem þú vilt losna við. Passið ykkur bara á því að þrýsta ekki of mikið á boxin ef þið eruð með plast box, þá getiði brotið þau á meðan þið eruð að bora. Og einnig, ekki bora á 500.000.000 kr borðinu í stofunni ykkar því slys gerast.

Hvort að götin séu alveg 100% bein eða eitthvað skökk skiptir í raun engu máli, hjá mér þá verða þau oftast smá skökk eins og sést á myndinni, það sem skiptir mestu máli er að takkinn passi í gegn.

Skref 3 (mynd)

Núna þegar þið eruð búin að bora boxið þá er bara málið að setja takkann og jack tengin í boxið. Þið ráðið alveg hvort þið lóðið fyrst snúrunar í plugin áður en þið setjið þau í eða eftir, það skiptir í raun engu máli.

Vanalega set ég allt í og lóða svo bara allt í einu, en núna voru snúrnar fyrir framm í plugunum og óþarfi að vera að skipta um þær snúrur sem voru fyrir.

Skref 4 (mynd) (teikningar)

Núna er tímanbært að tengja allar snúrur og lóða þær fastar.

Þegar þið lóðið snúrurnar á takkann þá eru teikningar fyrir það sem ég teiknaði upp á einfaldann máta með mínum snildar hæfileikum í paint (sjá teikningar).

Loka skrefið

Loka skrefið felur í sér að skrúfa boxið saman, þrífa utan af því allt ryk og drullu og þrífa allt eftir sig bara. :)

Verið góðir við mömmu og skiljið ekki allt eftir í rústi inní eldhúsi.

Prufið núna boxið og sjáið hvort að allt virki fínt, margir hafa vanið sig á það að nota svona littla batterís magnara (t.d. Marshall MS-4) til að prufa græjurnar sem þeir smíða, þetta er mjög hentugt ef um effecta er að ræða, í raun þarf ekkert að gera þetta með A/B eða loopera.

Ef allt virkar þá er mjög gott að merkja bara boxið eða skreyta það eitthvað. :) Ef það virkar ekki þá ættuði að fara yfir lóðninguna hjá ykkur, sjá hvort að einhverjir vírar liggja saman eða hvort að það er einhver staðar léleg lóðning.

Allavega þá vona ég að þetta hjálpi ykkur.

Mitt box endaði svona:
- Tilbúið 1
- Tilbúið 2
- Komið á pedalborð.

Myndirnar eru sumar smá bluraðar því að myndavélin mín er biluð.

Ef einhverjar spurningar vakna þá bara spyrja. :)

Takk fyrir mig.