Pákukjuðar Ok, ég ætla hér á eftir að lýsa því hvernig ég gerði pákukjuða úr hlutum sem voru til heima hjá mér.

Ok ég byrjaði á því að finna það sem mig vantaði.

http://myndir.ekkert.is/d/219141-2/IM000301.JPG

(aðeins í einn kjuða á myndinni) S.s bómull (tvær hringlaga
(önnur á að vera stærri en hin en það var bara til þessi stærð heima og ég nennti ekki að klippa eitthvað til)),
tappi úr gerfikorki (svoldið eins og einhverskonar plast(ég notaði reyndar bláann í mínum kjuðum)),
nál, prik (ég notaði bambus), tvinni (helst hvítur)

Svo byrjaði ég að sauma (upp og niður eins og allir lærðu í fyrsta bekk).

http://myndir.ekkert.is/d/219144-2/IM000305.JPG

Ok, innri bómullin (vinstri) er með hring rétt við kanntinn og ytri bómillin (hægri) er með þannig hring og annann sirka 12-14 mm inní bómullinni.

Svo var að bora og saga tappann.

Á ekki mynd af því en maður sagar hann bara í sirka 8-10 mm nút og borar svo holu í miðjuna ( jafn stóra og prikið er þykkt).

Svo treður maður tappanum á prikið.
Svo tekur maður innri bómullina og strekkir hana utanum.
Svo tekur maður ytri bómullina og strekkir hana utanum (böndin úr innri hringnum fyrst og svo úr þeim ytri).
Svo festir maður böndin einhvernegin ( ég vafði þeim bara í kringum prikið).

http://myndir.ekkert.is/d/219147-2/IM000312.JPG

Þá ertu kominn með svona:

http://myndir.ekkert.is/d/219150-2/IM000308.JPG

Svo af því að báðar bómullinar hjá mér voru jafn stórar hjá mér þá héldust þær ekki á svo ég brá á það ráð að gera smá efni utanum þær.

Þá klippti ég bara hrin sem var sirka 1 cm stærri en bómullin og gerði upp og niður í hliðarnar og strekkti.

http://myndir.ekkert.is/d/219156-2/IM000307.JPG