Enn um effektabretti (nánar)... Jæja, svona af því tilefni hversu vel var tekið í síðustu grein hjá
mér þá ákvað ég bara að svar öllum spurningum um hana og
bæta við fróðleik og öðru úr safninu mínu… :)

Plötuna sem ég notaði fékk ég í plötuhúsi BYKO á Breiddinni,
hún er 41x71 cm. Ég fór í plötuhúsið og ætlaði að tékka á því
hvort ég fengi spónaplötu sem væri svona “roughly” það sem ég
þurfti, ég var að hugsa um svona ca. 35x70 cm.
(það er langhagstæðast að taka spónaplötu, því þær eru bæði
viðráðanlegar í verði (ólíkt krossviði) og mjög sterkar)
Ég myndi mæla með því að vera með að minnsta kosti 18 mm
þykka plötu, því annars er hægt að sveigja þær til og frá, sem
er ekki gott… :)

Það er mjög gott að tala bara við sölumennina í BYKO (þeir
sem sitja við tölvur í Timbursölunni á Breiddinni) og spyrja þá
útí verðin á mismunandi þykkum spónaplötum, og þeir vísa
manni þá útí plötuhús þar sem maður lætur saga stærðina sem
maður þarf að fá útúr heilli plötu.

Þegar komið er útí plötuhús, er svo um að gera að spyrja þann
sem er að vinna þar hvort maður megi ekki fletta í gegnum
rekkann af afsöguðum plötum til að sjá hvort maður finnur ekki
bara það sem maður þarf (þeir eru líka með málband á sér sem
maður fær lánað um leið ef maður bara biður um það).
Sé til plata sem passar ca. við stærðina sem maður þarf, þá bara
biður maður gæjann sem er að vinna um að skrifa plötuna út fyrir
mann, en ef ekki er eiginlega bara betra að koma aftur seinna,
þess vegna bara seinna um daginn, eða daginn eftir, til að sjá
hvort það sé ekki til plata þá. Það er nefnilega staðreyndin að
þeir selja plöturnar bara í heilu, þannig að ef maður lætur þá
saga heila plötu fyrir sig, þá rukka þeir fyrir alla plötuna, fyrir
sögun, plús sögunarverðið… you do the math… :)

Ég var svo heppinn að ég hitti á passlega plötu í fyrsta skipti sem
ég fór þangað, (það var eiginlega bara betra að fá 40x70 í staðinn
fyrir 35x70, því þá get ég mjög auðveldlega verið með tvær raðir
af effektum á brettinu) og mig minnir að ég hafi borgað um 200 kr.
fyrir plötuna sjálfa… (bara vel sloppið)

En allavega, þegar rétta platan er fundin þá er bara að fara í
Teppaland, (einsog ég sagði í síðustu grein) og finna sér teppi
sem franski rennilásinn passar vel við (þá er betra að vera með
allavega prufu af franska rennilásnum með sér til að geta prófað
hann á mismunandi teppin sem þeir eru með þarna).

Það náttúrlega skiptir ekki máli hvort platan er olíuborin eða
ekki þegar maður setur hvort sem er teppi á hana… Ég mæli
stórlega með því að “nenna” að setja teppi á plötuna, því það
bæði gerir brettið miklu fallegra, (ég er með svart teppi) og svo
held ég að það sé bara þægilegra að staðsetja effektana sína á
brettinu ef það er teppi allstaðar…

Varðandi það að setja teppi á plötuna eða ekki, þá held ég að
maður spari ekkert mikinn tíma á því að festa bara loðna
partinn á frönskum rennilás á hana, miðað við tímann sem
það tekur að setja teppið á (það er nefnilega ekkert langur tími
sem fer í það, sérstaklega ef maður á góða kærustu eða félaga
sem nennir að hjálpa manni :)

Jæja, þá ættuð þið að vera með aulaheldar leiðbeiningar að því
hvernig maður “smíðar” sér massíft effektabretti án þess að
eyða miklum peningum í það.

Ég vona að myndin af gamla brettinu mínu komist inn, (sem
tókst ekki í síðustu grein), svo þið sjáið aðeins hvernig þetta
lítur út, heimatilbúið bretti með effektum.

Svo ef einhver eftirspurn er eftir því, þá get ég skrifað (nokkurn
veginn aulaheldar) greinar um fullt af öðrum hlutum, t.d.
1. hvernig maður modifæar Hammond orgel til að fá distortion
á því (svipað og Deep Purple notuðu mjög mikið), og 2. hvernig
maður breytir gamla lame distortion pedalnum sínum í nýjan
og betri pedal (með því að breyta viðnámunum í pedalnum), og
3. hvernig effektabretti ég er að fara að búa til (á tveimur hæðum)
og 4. hvernig maður býr til Talk Box og svo framvegis og svo
framvegis… :)

Ég vona allavega að þetta hjálpi eitthvað…

kveðja,
immerser.