Leiðarvísir að effectum! Jæja kæru lesendur, ég veit að nokkrir hér þekkja effecta vel en aðrir eru nýir í þessum effecta bransa og vilja jafnvel fá smá leiðavísir til að vita hvað þeir eru að leita eftir í effectum.

Oft er gott þegar fólk er að byrja í effecta bransanum að fá sér annaðhvort magnara sem inniheldur effecta (t.d. Line6) eða fá sér multi effect(t.d. Boss ME). Þá sérðu fljótlega hvaða effecta þú notar mest og hvað þú ert að eltast við.

Effectar eru til í formi traðkboxa og rack effecta. Rack-ar eru oftast mun dýrari en traðkboxin og þeim fylgir oft flóð af snúrum og midi fótborð til að stjórna öllu saman.

Þekktustu og líklegast mest notuðu (að meðaltali) effectar væru boost effectar. Þeir framkalla þetta týpíska rokk hljóð. Undir boost effecta fara fuzz, distortion og overdrive pedalar.

Modulation effectar eru líka mjög þekktir og þá aðalega á “hreinum”(clean) tón þótt að margir noti þá einnig á “skítugan”(distorted) hljóm. Modulation, eða mod eins og þeir eru einnig þekktir, ætla ég aðeins að staldra við og útskýra smá vegis:

Phaser, flanger og chorus virka allir mjög svipað, þeir flokkast allir undir mod effecta. Þeir í raun virka á mjög einfaldann hátt, hljóðið sem kemur inní effectinn er margfaldað oft og svo er hvert og eitt af þessu margfalda hljóði seinkað örlítið (þótt þú heyrir ekki að því sé seinkað), útkoman er svona hvirfilshljóð. Chorus gerir það að verkum að þér finnist eins og margir gítarar séu að spila í einu, phaser og flanger hljóma meira eins og flugvél sé að fara í loft. (Dæmi; um Phaser: Van Helen, um Chorus: Come as you are – Nirvana, um Flanger: Low – Foo Figthers)

Næst væri helst að nefna Delay/Echo effecta sem í raun gera lítið annað en að tvöfalda og seinka hljóðinu.

Delay tekur upp hljóðið og spilar það aftur eftir ákveðin tíma, hægt að láta þá spila þetta oft og ráða bilinu milli endurtökuni. Reverb er bara stutt delay en svo er echo sem er bara hálfpartinn bergmál. (Dæmi; um Delay: Sólóið í Hysteria – Muse)

Tremolo er nokkurn skonar auto volume takki, sem hækkar og lækkar hljóðið reglulega. (Dæmi: Creep - Radiohead)

Octave er svo effect sem gerir þér kleyft að spila annaðhvort áttund ofar eða neðar en upprunalega hljóðið. Svo er til Pitch Shifter sem er þá eiginlega bara upprunalega nótan ásamt annari nótu sem er t.d. þríund eða fimmund ofar en venjulega nótan.

Wah wah er vinsæll funk pedal en er einnig nauðsynlegur í rokki. Framkvæmir “wah” hljóð sem virkar eins og gítarinn sé að gráta. (Dæmi: Led Zeppelin, flest Jimi Hendrix lög).

Þetta væru svona helstu effectarnir en samt er til mun meira af effectum sem er einnig gaman að skoða. Ef einhverjar spurningar vakna þá mun ég svara þeim að bestu getu.

Þetta ætti að gefa ykkur svona ágætis hugmynd um hvernig effectarnir hljóma.