Ég fékk beiðni um að útskýra fimmundahringinn, ég vona að einhverjir hafi gagn af þessu og að einhverjir skilji þetta hjá mér :)

Fimmundahringurinn er notaður til að finna hvaða formerki eru í hvaða tónstigum/tóntegundum. Ef maður er búinn að læra að teikna hann upp þarf maður ekkert að muna formerkin.

Svona teiknarðu fimmundahring:

Fyrst teiknarðu fallegan hring á blað, nógu stóran svo allt komist örugglega fyrir. Svo teiknarðu strik á hann eins og í klukku. Efst (þar sem 12 er) skrifarðu C-dúr fyrir utan og a-moll inní (sem allir eiga að vita að hafa engin formerki). Kl. 1 skrifarðu G-dúr (1#) og kl. 11 skrifarðu F-dúr (1b) o.s.frv. Þar sem 6 væri á klukku eru bæði Fís-dúr og Ges-dúr (sem hljóma eins) og báðir tónstigar hafa 6 formerki.

Aðal vandamálið er að muna röðina á fimmundahringnum. Það er samt til mjög auðveld aðferð svo maður þurfi ekki að muna það. C-dúr er grunnurinn, næsta tóntegund til hægri er fimmund ofar, G-dúr. Það er auðvelt að sjá þetta ef maður er með hljómborð á blaðinu eða sér það fyrir sér.
Næsta tóntegund til vinstri er fimmund neðar (fimm tónar til vinstri á hljómborði), F-dúr.

Þá eru það mollarnir. Með hverjum dúr er einn moll sammarka. Mollinn er alltaf lítilli þríund neðar en dúrinn (eða 4 litlum bilum). Það er samt auðveldara ef maður skrifar þá inn í fimmundahringinn og þá gildir sama regla og um dúr-tóntegundirnar. Auðveldast er ef maður er búinn að skrifa niður dúr, þá getur maður notað sömu röð.

Nú ættirðu að vera komin með fimmundahring eins og á þessari mynd:
http://pic20.picturetrail.com/VOL1336/4756443/9885231/147582763.jpg


Það má bæta því við að þegar maður er kominn með fimmundahringinn er auðvelt að finna niðurlagshljómana. Niðurlagshljómar C-dúr eru F-dúr og G-dúr sem eru einmitt sitt hvoru megin við C-dúr og sama gildir um aðra hljóma, allavega í dúr (ég kann ekkert mikið á þetta) Niðurlagshljómar eru hljómar sem eru oftast notaðir saman í lögum, ég veit ekki hvort það er eitthvað annað sem þeir notast í en þetta er það sem ég hef bara tekið eftir :P


Ef það er eitthvað sem þið skiljið ekki eða þurfið betri skýringu á, látið þá bara vita. Takk fyrir mig :)