Okei ég veit að það hefur margoft verið reynt að halda uppi deildarkeppni á Íslandi í cs og það hefur aldrei tekist og blablabla, en núna ætla ég að starta einni slíkri.

Til þess að laga deildarkeppnina að íslenskum cs þarf ég að lagfæra alskyns reglur og svona til að sporna fyrir því að deildirnar deyi bara algjörlega.

Uppkast af deildarreglum:
1. Lið er talið fullskráð þegar a.m.k. 5 leikmenn og steamID eru skráð í lið.
2. Hægt er að bæta við leikmanni hvenær sem er og má sá leikmaður ekki spila fyrr en daginn eftir (sirka 12 klst)
3. Ef lið hættir keppni þá er fundið nýtt lið í staðinn til að taka sæti þess í deildinni.
4. 5 lið verða í deild og mun eitt tímabil vera heill mánuður, þar sem spilað er einu sinni á viku, eða sunnudagskvöldum.
5. Öll lið í deild spila gegn hvoru öðru.
6. Seedað verður í deildir fyrsta tímabilið.
7. Sami leikmaður má ekki spila með mismunandi liðum í sömu umferð.
8. Þetta er ekki bo3. 5 möpp eru þó í boði fyrir hvern leik; De_Tuscan De_Nuke De_Inferno De_Dust2 De_Train. Hærra seedað lið/lið sem er í hærra sæti í riðlinum neitar fyrst og svo er neitað koll af kolli þar til 1 mapp situr eftir og verður það mapp spilað.
9. Alltaf hnífar og smoke fyrir hvern leik, 32 bit er must
10. Allar aðrar basic reglur gilda; exploit bannað, allt svindl, ólöglegar cfg stillingar, smoke sprites og hvaðeina …
11. Það má nota láner ef andstæðingur leyfir.
12. 2 lið fara upp um deild og 2 lið falla niður um deild hvern mánuð.
13. Ég tek aftur fram að ef lið hættir þá verður nýju liði boðin staða gamla liðsins. Til dæmis ef celph skráir sig og hættir eftir 2 tapleiki þá má RWS taka við þeim. Ef lið hættir eftir heilt tímabil (1 mánuð) þá gildir sama regla, 3. sæti í næstu deild fer ekki upp ásamt efstu 2

Nú vona ég að ég sé engu að gleyma, en mig hlakkar til að sjá hvernig þessi mótstilraun endar hjá mér.

Pláss er fyrir allt að 30 lið, en 25 lið er markmiðið og 20 lið er lágmark.

Bætt við 25. nóvember 2010 - 17:07
Mótið hefst þarnæsta sunnudag btw