Smá áróður frá mér til að benda fólki á sjónarmið mitt sem ég veit að ég ekki er einn um.

Það er verið að ræða það að færa Skjálftaáhugamálin undir Leikir og hafa þá Skjálfta bara sér.

Myndi ss. líta svona út:

#Leikir
##Half-life
##Battlefield
##Sims
##Wolfenstein
##Unreal
##Call of duty
##Skjálfti
##Allir hinir 11 flokkarnir sem núna eru undir Leikir

Það sem Skjálftaleikirnir eiga samt sameiginlegt er það stóra samfélag sem hefur skapast kringum þá og er það þá helst vegna skjálfta.

Spilarar þessara leikja spila á Skjálftaþjónum dags-daglega og hlakka til að mæta á Skjálftamótin sem eru reyndar í lægð núna þó breyting sé fyrirhuguð á því.

Málið er að Skjálfti er ekki bara mót heldur heilt samfélag sem þessir leikjaspilarar taka þátt í. Að mínu mati eru skjálftaleikirnir því eitthvað mun meira en “leikir”. Fólk hittist reglulega utan leikjanna og mikið er um mótshald vegna þeirra.

Þess vegna finnst mér að Skjálfti ætti að vera sér og Leikir sér.

#Leikir
##Blizzard
##Sims
##O.fl

#Skjálfti
##Battlefield
##Half-Life
##Quake&Doom
##Call of Duty


Sumum finnst þetta kannski eitthvað silly að berjast fyrir en ég tel mig vera gamlan hund og ætla sko ekki að láta kenna mér hvernig ég á að sitja.

Bætt við 8. september 2006 - 19:25


Hefði mátt taka það fram sérstaklega að núna er í gangi könnun um málið hérna á /hl áhugamálinu. Hvet ykkur til að láta skoðun ykkar í ljós.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.