Afsakið það að ég er ekki búinn að skrifa neitt hérna siðan fyrir fyrstu umferðina í Deildinni. En hvað um það ég ætla að byrja á þessu drasli.

- - -

Umferð 5 (de_dust2)

- seven vs exile
Ég held að það sé ekki spurning um þennan leik. Exile lofuðu góðu fyrir svolitlu síðan svo urðu þeir inactive eins og svo mörg lið lenda í.
En þeir eru mættir til baka - og ekki jafn sterkir að mínu mati. En það kemur allt saman en samt mun sterkt lið Seven ekki vera í vandræðum með Exilemenn.

- Stasis vs celph|titled
Stasis hafa sýnt það og sannað að þeir eru sterkari en margir bjuggust við. Kaztro, sem margir misstu trúna á þegar hann skeit í ræpuna á sér í Ice, er orðinn ágætlega heitur aftur og held ég að Stasis fari með sigur af bítum í þessum leik.

- ha$te vs KotR
Það stendur í topic á rás KotR manna að þeir eigi eftir að tilkynna liðið - og ég held að það sýni að það er eitthvað stórt í vændum vonandi hjá þeim.
Hvað um það þá munu þeir hvort eð er ekki vera í neinum vandræðum með frekar slappt lið ha$te - sem getur þrátt fyrir allt verið lúmskt á góðum degi.

- Duality vs diG
Duality eru búnir að segja sig úr keppninni samkvæmt mínum heimildum þannig diG mun ekki vera í vandræðum með að rústa þessum leik 30-0.

- Dignity vs MTA Gaming
Ég held að mitt lið eigi eftir að vinna þennan leik - annars væri maður aumingi! Segi bara hreint út að mínir menn munu vinna þennan leik - en maður má samt sem áður aldrei vanmeta önnur lið og Dignity geta komið á óvart.


Umferð 6 (de_cbble)

- seven vs celph|titled
Seven eru tveimur klössum fyrir ofan Celph. Það þarf ekki að orðlengja það frekar en það að Seven tekur þennan leik heldur létt.

- exile vs KotR
Það er erfitt fyrir mig að spá fyrir um þennan leik þar sem ég veit ekkert hvernig lið KotR er skipað. Samt sem áður hef ég það á tilfinningunni að Exile eigi eftir að tapa þessum leik vs KotR - nema liðið sem KotR stilli upp verði ræpulélegt.

- Stasis vs diG
Stasis unnu diG í iCup fyrir stuttu, og eins og ég sagði hér að ofan hafa Stasis komið mörgum á óvart. Samt sem áður held ég að mappið spili með diG í þessum leik og að þeir fari með sigur úr bítum í þessum leik.

- ha$te vs MTA Gaming
Mínir menn vinna þennan leik.

- Duality vs Dignity
Dignity vinnur 30-0 enda Duality búnir að segja sig úr keppni samkvæmt mínum heimildarmönnum :)

- - -

Svona lítur þetta út. Gangi öllum vel og hafi allir gaman að (svo maður hljómi nú smá eins og andrig) $;-u