Sælir, ég var að fá mér nýja tölvu með windows 7 home 64 bit.
þegar ég var búinn að installa mumble og stilla allt eins og venjulega heyri ég alltaf einhver skrítin bakhljóð þegar ég hlusta á einhvern tala, það heyrist fínt í mér en ég ekki í öðrum. Ég get ekki lýst þessu betur en að það hljómar eins og það sem aðrir segja sé spólað hratt, en heyrist samt á eðlilegum hraða.

Ég veit ekki hvort þetta komi eitthvað við windowsinu eða hvort ég sé með eitthvað rangt mumble.

hefur einhver lent í þessu? getur einhver hjálpað mér með þetta vesen ?

thx :)