Já ég sagði ommiletta alveg þegar það er ekkert heima að borða og ég lít í ísskápinn og sé kannksi skinku sveppi og pepperoni en ekkert brauð gái ég alltaf hvort það séu ekki til egg.
Ef þau eru til tek ég allt þetta út og blanda saman 2-3 eggjum og bæti mjólk út í til að fá meira magn og hræri sker niður skinku, sveppi og pepperoni og set pönnu á eldavélina. Byrja á því að steikja sveppina og bæti síðan eggjunum útí þegar sveppirnir eru orðnir vel brúnir og síðan aðeins seinna skinkunni og pepperoni.
Ég reyni alltaf að snúa henni við í heilu lagi og fá svona flotta heila ommilettu en það gengur ekki alltaf hjá mér en þá bara hræri ég í þessu þótt það sé kannksi ekki fallegt þá er það gott á bragðið set síðan smá oregano og smá kjúklinga-krydd.
Set þetta á disk en þótt það sé ljótt þá reyni ég að gera þetta fallegra sker niður gúrku ig tómata og legg það falleg við hliðina fæ mér ískalt kók með klökum sest niður slappa af og nýt matarins.


- demmi kokkur /off
cucZeus