Sælir ég er með smá nostalgíu frá því að ég var alltaf með top10 lista sem kveiktu heldur betur í umræðum inná þessu nú semi-dauða áhugamáli. Ég man þegar hl var alveg þriðja mest skoðaða áhugamálið en því miður er ekki lengur svo.

Allavega þá ætla ég að koma með það sem mér finnst vera topp10 á Íslandi í dag, og ég tel þá ekki lið sem eru inactive og taka ekki þátt í mótum innanlands með, eins og Seven, nova, rws, celph, veni og svona lið.

Ég nota lineups sem eru á www.1337.is sem er líklega besta mótasíða sem uppi hefur verið, allavega í minni 4 ára spilatíð, og ég vona að hún verði ennþá uppi og virk allavega fram að næsta sumri, eða að gamer/esports taki sig til og geri eitthvað í anda 1337.is!

Hér er allavega listinn minn, frekar dapur nöfn þarna á toppnum miðað við síðustu ár en svona er þetta bara. Einnig top10 í staðinn fyrir top20, einfaldlega ekki 20 lið sem komast á blað …

1
DLIC

kazmir
INSTANT
blazteR
clvR
sickoNe
denisor
weirdo
Klassa ofar en öll önnur active lið. Skondið að DLIC var alltaf klassa neðar en bestu lið landsins, en núna eru þau inactive/dauð.

2
Almost Xtreme

JOEJOE
shiNe
kruzider
magNum
zuperdude
Vamp
cubid
Líklega elsta active lið á landinu en þessir félagar kunna gríðarlega vel á hvorn annan og innkoma JOEJOE í liðið hefur einnig verið sterk. Þeir byrjuðu shaky í 1337 mótinu með tapi gegn CC en hafa síðan þá sigrað alla sína leiki, meðal annars 2 gegn CC og 1 gegn CLA. Tel þá samt ekki eiga séns í DLIC nema á góðum degi.

3
Cruel Conclusion

hjortur
rythm
dzy
deranged
sneaky
Ivan
raven
Greatness
Nýbyrjaðir aftur, rétt eins og ax, en þetta er 3 ára lið sem hefur komið sterkt til baka frá inactivity og sigraði a7x og ax í onlinemótunum sem eru í gangi, en tapaði svo fyrir ax í bo3 mótinu.

4
CLA

pallib0ndi
stefand0g
FINUS
tranziztah
pukz
MegaBeib
olgeir
Nokkurs konar varalið Akraness, þar sem Kutter og cabek og félagar í veni eru ekki að spila þá er þetta nú það besta sem Akranes hefur fram að færa. CLA er ekki búið að spila neitt sérstaklega vel en liðið er þó komið í undanúrslit #onlinemot og er með 2 sigra og 1 tap í 1337 mótinu þar sem liðið tapaði fyrir AX.

5
Hogwarts

Ulpubangsi
Kattarbyssan
Krissy
Vargur
zuNthor
p0cket
Gekk vel á einhverju lani þarna með Vargi en hafa skitið á sig upp á síðkastið í onlinemótum. Töpuðu fyrir WCB í bo3 mótinu og eru með 2 töp í 2 leikjum í 1337.is. Einu ástæðurnar fyrir 5. sætinu er Vargur, Ulpubangsi og gengið á lanmótinu.

6
In Your Mind

Jolli
mozty
Azaroth
Omegadeus
icoN
FABIO
Jolli er ennþá í cs. HEIMINUM ER BJARGAÐ! Samt frekar öflugt lið, sérstaklega fabio og mozty.

7
Avenged Sevenfold

Geller
MercurY
shaDe
boja
Lestat
PlaymE
J1nX
floGa
BLDRR
Nokkrir öflugir oldschool spilarar eins og floGa, J1nX og geller án þess að nefna restina og alveg góðir leikmenn í liðinu sem eru bara aðeins of semi-active til að komast hærra á þennan lista. Hefur gengið ágætlega í mótum en þeir duttu út í 16 liða úrslitum #onlinemot gegn cc en sigraði liðið 5ynergy og SharpWires örugglega í 1337 mótinu. Þetta er lið sem getur auðveldlega hækkað um sæti bara með góðum árangri í 1337 mótinu.

8
5ynergy

goldenbullet
bizzy
sleypur
asylum
loki
alloSs
Þrír leikmenn þarna sem eru frekar stór nöfn í cs, asylum og sleypur með ha$te og alloSs með ninjas. Annars eru hinir frekar óþekktir spilarar en hefur þetta lið verið að ná fínum árangri hér og þar. Tap gegn a7x í 1337 og sharpWires í #onlinemot setur þá hérna í 8. sætið, rétt eins og sigur þirra á sharpwires í 1337 hendir þeim ofar en sharpW.

9
SharpWires

memphis
dayton (eitt svalasta nickið, srsly)
fakeN
RAMBO
bieber
delusion
rebel
Meðal elstu liðum keppnarinnar og eflaust það lið sem hefur lengst verið active, eða semi-active. SharpWires hafa alltaf verið mjög mistækir og verið alltaf í top10 en sjaldan ofar en top5 nema þegar þeir voru uppá sitt allra besta og að stríða stórliðunum. Döpur töp gegn 5ynergy, CLA og a7x setur þá í 9. sætið.

10
White Chocolate Boys

EyeleSs
Tazty
bluzH
vktr
verdeN
falcoN
tanboi
hawK
WCB slógu út Hogwarts í #onlinemot og kemur það þeim á þennan lista. Auk þess auðvitað að vera með alveg þekkta leikmenn innan online samfélagsins sem hafa mætt á lön af og til með ýmsum pugum.

Eins og þið sjáið er svoldið lítið sem ég get notað til að flokka liðin þannig ég nota eiginlega bara úrslit í mótum og óbein úrslit (cc > a7x a7x > 5ynergy cc > 5ynergy) þó að það gefi alls ekki endilega rétta mynd. Annars fer ég líka eftir lineups, og lið með rythm í getur ekki verið neðar en top5 þegar hinir leikmennirnir standast engan samanburð.

Svo eru örfá lið sem geta komist á þennan lista sem eru ekki á honum, eiginlega eina sem mér dettur í hug er Konv!cteD en annars er þetta frekar dapurt. Ef þessi topp lið byrja aftur (veni celph rws nova … seven? fab5?) þá verður cs á Íslandi 10 sinnum betri aftur.

Svona uppá flippið hef ég ákveðið að gera topp 10 leikmenn

1. Vargur
2. INSTANT
3. sickoNe
4. aloSs
5. rythm
6. clvR
7. JOEJOE
8. pallib0ndi
9. Ulpubangsi
10. Kazmir
(11. StefaNd0g)

bendið mér á villur, ræðið um þetta, látið hitna aðeins á /hl!

kv. ivan ‘big red’ baldursson