HR LANMÓTIÐ!!!!!

Í hnotskurn
14-16. ágúst
22 lið
110 keppendur
Peningaverðlaun
1. Leyni
2. RWS
3. vVv
4. celph
5-6. nVa/ax/
7-8. Ninjas/Magic
9-12. GamersMind/x/o/dlic/heiftin
13-16. mangusto/SCUBA/xFire/a7x
17. Velo
18. SSOC
19. eA
20. xzoul
21. g0t
22. Gameplay

Ítarlega

Eins og allir jarðarbúar vita þá var HR lanmót um helgina en þar gekk flest eins og í sögu. Ég ætla hér að fjalla um þetta LAN og ætla að byrja á neðstu sætunum bara og rekja nokkurnveginn gengi hvers liðs á mótinu, væntingar og svoleiðis.

BEST OF THE WORST KEPPNIN

22. Gameplay
Veit ekkert um Gameplay nema að þeir voru fáranlega reiðir gaurar og bara heppnir að hafa ekki skemmt neitt. You break you buy. Þeir allavega voru of svalir til að spila í Best of the worst keppninni og ákvaðu að beila á mótið eftir að tapa öllum leikjunum sínum.

21. g0t
g0t er, eftir því sem ég best veit, eitthvað pug af spilurum sem hafa held ég aldrei spilað saman af viti en þar þekkti ég aðeins 2 nick eða gmz og Xstnt. Þeir töpuðu öllum sínum leikjum á laninu.

20. xzoul
Ég bjóst í alvöru við því að xzoul gætu eitthvað en svo reyndist ekki vera, þeir voru í riðli sem þeir hefðu alveg getað komist uppúr með sigrum á SSOC og xFire en þeir töpuðu öllum leikjunum sínum í riðlinum og náðu samtals 29 roundum en ég hefði haldið að demaNtur gæti einn síns liðs náð meira en 29 roundum í 5 leikjum miðað við frammistöður sínar online. Þeir fóru í Best of the Worst keppnina og unnu eina leikinn sinn á mótinu gegn puginu g0t í þokkalega tæpum leik sem endaði 16-12.

19. eA-Gaming
eA-Gaming er annað lið sem ég vonaði að gæti eitthvað á lani enda jú, með kattabyssuna í lineuppinu sem er online hetjan mín. Þeir unnu g0t í riðlinum sínum 16-4 en töpuðu restinni enda í drulluerfiðum riðli og alveg skiljanlegt að þeir hafi aldrei átt séns á að komast uppúr honum. eA töpuðu svo gegn Velo í svakalegum leik sem endaði 16-14 og unnu svo xzoul í álíka spennandi leik 16-14. Svo létu þeir einhverja sourcara og codara taka sig í rassgatið 16-9 og enduðu því lanið með 2 sigra.

18. SSOC
Maður bjóst svosem ekki við neinu sérstöku af SSOC en maður veit að þeir eru alveg fínir í 1,6 eftir að hafa átt nokkra saurgóða leiki á síðustu lönum. Þeir unnu 1 leik í riðlinum sínum gegn xzoul liðinu en töpuðu rest. Þeir komust í WinnersBracket úrslitaleikinn gegn Velo þar sem þeir lágu 16-11 í De_Inferno. Þeir unnu svo eA-Gaming í úrslitum Losersbracket í De_Dust 2 en neituðu svo kolvitlausum möppum fyrir úrslitaleikinn og lentu í De_Tuscan gegn Velo og töpuðu 16-7.

17. Velo
Velo voru fáranlega óheppnir að komast ekki úr riðlinum sínum enda áttu 5 lið að fara uppúr honum. Töpuðu gegn top3 liðum riðilsins en unnu svo Gameplay 16-5. Þeir töpuðu hnífjöfnum leik 16-14 gegn SCUBA og hefðu þeir unnið þann leik þá hefðu þeir komist upp. Þeir áttu enn séns með því að vinna Mangusto en steinlágu 16-6 í De_Inferno. Svo að þeir fóru í Best of the Worst og unnu alla sína leiki þar. Þeir hlutu Pizzakassa frá Hróa Hetti og 2 kók á mann í verðlaun. Þeir enduðu í 17. sæti yfir heildina.

AÐALKEPPNIN Í COUNTER-STRIKE 1,6

13-16. Mangusto
Tw1steR ætlaði að koma á lanið með xCs en allir hættu við nema hann svo að hann reddaði liði í snatri og mætti með hálfgert pug sem kallar sig Mangusto. Þeir töpuðu fyrstu tveimur leikjunum gegn noVa og a7x og áttu svo að mæta dlic um kvöldið, en af einhverjum ástæðum voru dlic farnir. Tw1steR hringdi þá í INSTANT og þeir sömdu um að spila leikinn daginn eftir, en daginn eftir var aftur eitthvað vesen á dlic svo að við urðum að gefa Mangusto sigurinn. Þeir tóku ótrúlega jafnan leik gegn SCUBA sem endaði í 15-15 og unnu svo bæði Gameplay og Velo og enduðu í 4. sæti í riðlinum. Þeir mættu svo Ninjas í De_Dust 2 í 16 liða úrslitum og töpuðu þar, duttu í Losersbracket og töpuðu gegn GamersMind. Ekki mjög gaman að fá þessi 2 lið í röð.

13-16. SCUBA
SCUBA mættu á lanið sem hálfgert pug sem hafði þó spilað áður saman í Jolla-clönunum frægu sem skiptu reglulega um nafn. SCUBA töpuðu 3, unnu Velo og Gameplay og gerðu jafntefli við Mangusto í riðlinum. Þeir áttu svo RWS í De_Dust 2 í 16 liða úrslitum og náðu, ótrúlegt en satt, að knýja fram overtime gegn þeim bara til að enda í 19-16 tapi. Næst lentu þeir í train gegn Heiftin og töpuðu 16-11 þar.

13-16. xFire
xFire áttu víst að geta eitthvað og þeir sönnuðu það en ekkert annað á þessu lani. Þeir unnu leikina sem fólk bjóst við að þeir myndu vinna og töpuðu leikjunum sem fólk bjóst við að þeir myndu tapa. Eini tæpi leikurinn var 16-14 tap gegn ax í riðlinum í de_nuke. Þeir töpuðu svo gegn veni í Inferno og x/o í Train.

13-16. a7x
a7x hefðu mátt enda mun ofar en einn leikur olli því að þeir áttu voðalega lítinn séns á því að áorka góðum úrslitum. Í riðlinum rústuðu þeir dlic 16-9 í Nuke en töpuðu svo 16-8 gegn noVa í Inferno. Unnu alla hina og voru því í 2. sæti í riðlinum með mjög góða roundatölu. Þeir lentu því gegn ax í Inferno í 16 liða úrslitum þar sem þeir töpuðu 16-12 og duttu í Losersbracket á móti lágt seeduðu liði dlic sem töpuðu 2 leikjum í riðlinum sínum og gerðu 1 jafntefli. Þeir töpuðu 16-7 gegn dlic í Train og duttu þar með úr keppni.

9-12. GamersMind
GamersMind hafa nú verið þekktir fyrst fyrir að hafa komið öllum á óvart með frábærum frammistöðum online og á lönum en síðar með að hafa orðið mjög cocky með sig. Fyrir þetta lan voru þeir þokkalega sigurvissir og allir bjuggust við þeim í top6 eða 8. Svo varð raunin ekki. Þeir lentu í hörðum riðli, en þeir voru í raun allir mjög erfiðir riðlarnir. Þeir töpuðu 2 leikjum en unnu 3, þeir töpuðu fyrst fyrir Leyni 16-8 í Dust 2 en unnu svo Magic 16-12 í Tuscan en töpuðu svo gegn Veni 16-11 í Inferno. Þeir lentu gegn celph í dd2 í brackets og töpuðu 16-11 en unnu svo 16-6 gegn Mangusto í Train. Svo duttu þeir út á móti noVa í De_Inferno en það var aldrei tilkynnt hvernig sá leikur endaði nákvæmlega. Það var þá ekki lengra fyrir GM eftir að hafa tapað 4 leikjum í allt á mótinu gegn Leyni, Veni, noVa og Celph sem enduðu öll í top6.

9-12. x/o
Allt í allt bailuðu 3 lið á mótið. Fyndin tilviljun að þau voru ÖLL í sama riðli sem x/o vildu svo óheppilega til í að lenda í líka. Þeir byrjuðu því ekki að spila fyrr en á laugardaginn þar sem þeir unnu Heiftin en töpuðu gegn RWS í riðlinum. Þeir duttu svo í Losersbracket eftir tap gegn Leyni 16-5, þeir unnu svo xFire í Train 16-10 og duttu að lokum úr keppni í mjög umdeildum leik gegn Magic í De_Inferno. Fyrst unnu Magic 16-6 og Septor bað mig um að config checka Magic liðið. Þar var allt löglegt nema 16 bit hjá kiM svo að ég bar upp mjög einfalda spurningu: vilja x/o sigurinn eða vilja þeir spila leikinn aftur? x/o vildu frekar spila leikinn aftur og töpuðu honum þá 16-8 í síðara skiptið. Núna sá ég einhvern þeirra væla á huga og ég skal alveg svara fyrir mig ef þú ætlar að segja að ég hafi drullað uppá bak með þessu. Þú drullaðir uppá bak með að tapa þessum leik tvisvar, ekki 16-13 eða 14 heldur 6 og 8. Svekk.

9-12. DLIC
DLIC er talið eitt af betri liðum landsins aðallega vegna frábærs árangurs á síðasta Gamer lani þar sem þeir náðu 2. sætinu. Þeim gekk herfilega í riðlinum sínum en þeir töpuðu gegn a7x og forfeituðu gegn Mangusto. Svo næsta dag náðu þeir sér á strik og unnu alla leikina sem voru eftir í riðlinum nema 15-15 jafntefli gegn noVa. Þeir lentu gegn noVa aftur í 16liða úrslitum í De_Dust 2 og töpuðu 16-13, unnu svo a7x í Train, sem fyrir tilviljun voru bæði upprunalega með DLIC í riðli. Ninjas tóku sig svo til og sentu DLIC heim með 16-8 sigri á þeim í De_Inferno. Slappur árangur hjá DLIC en þeir voru seedaðir í top4 af adminum ásamt Celph RWS og Leyni.

9-12. Heiftin
Bæði Heift og tiN eru lið sem hafa alltaf staðið sig jafn vel eða betur á lani heldur en online. Þau hafa bæði náð asnalega góðum árangrum á lönum og þess vegna voru þeir seedaðir í 3. seedið sem er akkurat 9-12. seed. Þeir töpuðu báðum leikjunum í riðlinum gegn RWS og x/o en fengu sigur í hinum leikjunum vegna forfeita hjá MTA, xtcy & beatjunkie. Þeir töpuðu í 16 liða 16-8 gegn Magic í dd2, unnu síðan SCUBA í Train 16-11 og töpuðu loks í Inferno 16-5 gegn vVv.

7-8. Ninjas
Flott lan hjá Ninjas, þeir byrjuðu mótið á auðveldum sigri á SSOC en næsti leikur var gegn Celph í De_Dust 2 og Ninjas höfðu betur 16-14. Þeir unnu alla leikina í riðlinum sínum og lentu í 16 liða úrslitum gegn Mangusto sem þeir unnu 16-4 en fengu síðan Celph aftur í Train og töpuðu 16-11. Þeir duttu þá niður í Losersbracket og unnu mjög örugglega gegn DLIC 16-8 í Inferno. Leið þeirra lá þó á enda í De_Nuke gegn vVv þar sem þeir töpuðu 16-11.

7-8. Magic
Eftir að hafa komið mörgum á óvart á Gamer laninu, meðal annars fyrir að vera eina liði til að vinna Seven, gerðu Magic sér lítið fyrir og unnu Leyni þar sem Vargur og sPiKe* úr Seven liðinu voru að spila með. Þeim gekk ágætlega í riðlinum en þar töpuðu þeir gegn GamersMind og vVv en unnu Leyni, eA og g0t. Í 16 liða úrslitum unnu Magic 16-8 gegn Heiftin en töpuðu svo 16-11 í Train gegn RWS. Í Losersbracket unnu þeir síðan x/o 16-8 í Inferno og lentu svo gegn noVa í De_Nuke í næsta leik þar sem staðan var 15-15 eftir venjulegan leiktíma en noVa höfðu betur í overtime og unnu loks 19-16. Mjög flott mót hjá Magic sem eru búnir að sanna að þeir eru hvorki all_online né all_config þrátt fyrir ásakanir um config svindl jafnt online sem á lani.

5-6. noVa
noVa að sanna að þeir kunni þetta ennþá. Þeir voru með smá breytt lineup og til dæmis var RAMBO að spila með þeim á lappa sem höndlaði cs í 60 fps. Þeir unnu alla leikina í riðlinum nema jafntefli gegn DLIC. Fyrsti leikurinn í brackets hjá þeim var gegn DLIC, aftur, en í þetta skiptið unnu þeir 16-13 og mættu ax í næsta leik. Sá leikur var alveg jafn spennandi og DLIC leikurinn en ax tókst að slá noVa niður í Losersbracket með 16-14 sigri, sem teljast ein óútreiknanlegustu úrslit mótsins. noVa mættu því næst Magic í enn einum súper spennandi leik sem fór alla leið í overtime þar sem noVa unnu 19-16. Loks mættu þeir ofjörlum sínum í celph sem slátruðu þeim 16-6 í De_Dust 2.

5-6. ax
Ax unnu 3 leiki og töpuðu 2 í riðlinum, margir leikir sem þeir áttu að klára snemma drógust á langinn og þar misstu ax slatta af roundum. Það var ekki hægt að segja sömu sögu í brackets vegna þess að þeir byrjuðu á því að senda a7x í Losersbracket 16-12 og næstir í röðinni voru engir aðrir en noVa sem ax sentu líka grátandi með sár á rassinum í Losersbracket. Síðan áttu þeir leik gegn RWS í De_Nuke og töpuðu honum 16-9, duttu í Losersbracket og töpuðu þar 16-3 gegn vVv í De_Dust 2. Frábær árangur hjá Akureyringunum í ax.

4. Celph
Celph komnir enn og aftur en með mjög breytt lineup þar sem Nori, JOEJOE og dripz eru að spila með Fearless og Kaztro. Þeir voru í riðli þar sem flestir bjuggust við öruggum sigri þeirra en svo varð ekki þar sem Ninjas lögðu þá 16-14 og Celph enduðu í 2. sæti. Það truflaði þá voða lítið og þeir gerðu sér lítið fyrir í Brackets og unnu GamersMind 16-11, hefndu sín á Ninjas og unnu 16-11 áður en þeir töpuðu loks í De_Nuke gegn Leyni. Í Losersbracket slógu þeir noVa út 16-6 í De_Dust 2 en voru slegnir út í undanúrslitaleik gegn Veni Vidi Vici 16-10 í De_Inferno. Fínn árangur hjá breyttu liði celph en með æfingu fyrir lanið hefði þeim örugglega tekist að ná top3 sæti.

3. Veni Vidi Vici
Þeir komu, sáu og sigruðu (þar til þeir kynntust beittum skærum RWS manna) rétt eins og nafnið segir. Veni byrjuðu í mjög erfiðum riðli þar sem þeir unnu alla leikina sína örugglega, gegn Leyni, Magic og GamersMind sem eru öll talin mjög góð lið. Tæpustu leikirnir þar voru 16-11 sigrar á GamersMind og Magic. Veni fóru þá í 16 liða úrslitin þar sem þeir byrjuðu á sigri gegn xFire 16-4 en lentu svo aftur gegn Leyni en í þetta skiptið var það í Train þar sem þeir töpuðu 16-8. Veni fóru þá í það að slá lið úr keppni, þeir byrjuðu á Ninjas 16-11, ax 16-3 og enduðu loks á Celph 16-10. Þá mættu þeir RWS í Name 5 leik þar sem bæði lið fengu að neita 2 möppum. Inferno var mappið sem stóð eftir og RWS unnu leikinn 16-10. Mjög góður árangur hjá veni eftir slakt síðasta lan. juMp alveg fáranlegur með AWP og cab3k með deigluna.

2. RWS
RWS stóðu sig fáranlega vel eins og þeir gera alltaf á lani þrátt fyrir að vera án Vargs og INSTANT sem voru hetjurnar þeirra. Cryptic og Rudolf hafa leist stöðurnar þeirra með ólíkindum og stóðu sig frábærlega á þessu móti. RWS byrjuðu i leiðinlega riðlinum þar sem bara 3 leikir voru spilaðir og þeir unnu þá alla og voru seedaðir langefstir fyrir bracketsin. Þeir mættu SCUBA þar í 1. leik og spiluðu alveg herfilega enda náðu SCUBA leiknum alla leið í overtime þar sem RWS rétt mörðu 19-16 sigur. Eftir það tóku slógu RWS bæði ax og Magic niður í Losersbracket með 16-11 og 16-9 sigrum. Þeir töpuðu svo í úrslitum Winnersbracket í Name5 - De_Train leik þar sem Leyni rassskelltu þá með leðuról þaktri svita, enda fór leikurinn 16-3. Þeir sigruðu þá Veni 16-10 í Inferno og töpuðu svo í úrslitaleiknum 16-10 gegn Leyni. Flott lan hjá RWS, spurning hvort odinz og stebbz munu nokkurntímann ná 1. sæti á lani sem Seven/Leyni mæta á.

1. Leyni
Eftir slaka byrjun enduðu Leyni uppi sem sigurvegarar þrátt fyrir að hafa tapað 2 leikjum í riðlinum gegn vVv (3. sæti mótsins) og Magic (7-8. sæti mótsins). Þeir sentu x/o, vVv, Celph og RWS í Losersbracket áður en þeir unnu RWS í úrslitaleik sem virtist ætla að vera þokkalega jafn eftir að RWS tóku nokkur gunround í röð í seinni hálfleik en Blibb tók hnífinn úr leðrinu og endaði winning-streakið þeirra með fallegu 1on1 hnífi á móti Rudolf minnir mig.

Það voru veit peningaverðlaun fyrir fyrstu 3 sætin ásamt verðlaunum frá Hróa Hetti og tölvubúðinni Kísildal.







Allavega þá er haustið að byrja og núna er tæplega vika í skólann hjá flestum. Ég ætla að versla mér tölvu í september og byrja að rústa ykkur í cs aftur og þá vænti ég þess að þið verðið þar til að láta rústa ykkur. Ég er búinn að frétta af Gamer lani sem á að vera í September eða Október. Mér finnst að það ætti að gefa Gamer annan séns (minni á að þetta er ekki það sama og Gamers 2tm lanið sem failaði svakalega fyrir 2 árum en fólk virðist halda að þetta sé á einhvern hátt tengt því). Ég get allavega lofað að ef það verður Gamer lan þá verður það betra en það síðasta og ég mun gera mitt besta til að eiga einhvern þátt í því. Annað lan sem gæti orðið að veruleika er 100 manna lan í Hvíta Húsinu Selfossi og enn annað gæti verið í Bókasafninu í Hafnafirði ef mér skjátlast ekki, en það eru Jozy og dezeGno að plana að hafa online qualifier þar sem top8 liðin kæmust á þetta lan.

Það er allavega klárlega þess virði að spila cs núna í haust, ég get allavega lofað onlinemótum auk þess sem að eins og ég segi hér fyrir ofan þá eru 3 möguleg lön í vinnslu. Einnig er sniðugt að nefna að klukkan er 07:00 um mánudagsmorgun og það eru 150 manns inná pcw og skólinn er ekki einu sinni byrjaður!

Takk fyrir mig, ekki séns að þið hafið lesið þetta allt en ég hafði ekkert betra að gera anyways. Gaman að vera veikur og glaðvakandi.

p.s. sucka ég í shoutcasti eða var þetta bærilegt (fyrir þá sem voru að hlusta)?