Sæl veriði.

Eins og þið kannski flest öll hafið tekið eftir þá hafa AndriG, romiM og WarDrake hætt í SeveN og eru farnir að hugsa um eitthvað annað. SeveN er nú langt frá því að vera hætt því þeir fengu til liðs við sig Zombie, Some0ne og DynaMo. Tilgangur þessarar greinar er nú samt ekki að pæla mikið í þessu heldur frekar hversu mikil áhrif þetta hefur á okkar íslenska CS samfélag. Allir þessir nýju menn hjá SeveN hafa nú verið einhverntímann á ferlinum á topnum með liðum eins og ice, Drake og MurK.

SeveN hafa ekki haft svona dramatískar breytingar á liðinu sínu lengi og því er þetta sjokk fyrir marga CS spilara hér á landi. Nú spyr ég samt: Eru þessir menn nógu heitir til þess að takast á við þessa áskorun sem þeim hefur verið boðið?

Hins vegar hef ég verið að spá í öðrum hlutum, á meðan SeveN eru að berjast til að hita þessa gömlu nagga upp munu þá önnur lið getað skotið sér á toppinn á meðan? Mörg íslensk lið hafa nú verið að sýna hvað þau geta og verður spennandi að sjá hvort eitthvert af þeim ná á toppinn á undan SeveN.

Skapið nú smá umræðu um þetta.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius