Jæja… hér höfum við mál sem splittar riderum í tvo flokka, SRAM notendur, og Shimano notendur.

Sjálfur er ég SRAM notandi, en kem af Shimano búnaði. Ég ætla bara að reyna eftir bestu getu að bera saman þessi tvö fyrirtæki og koma með helstu kosti og galla beggja aðila.

Þetta er af sjálfsögðu frá mínu sjónarhóli, og þó að ég nefni staðreyndir þá er þetta samt persónulegt, alveg einsog með MAC og PC, Fox eða Marzocchi, Coke eða Pepsi, þannig að ég reyni einsog ég get að vera hlutlaus

En byrjum á þessu.

Shimano hafa alltaf verið þekktir fyrir að vera fyrstir með hlutina, stofnaðir árið 1921 með framleiðslu hins þekkta “3.3.3” freewheels. Fyrirtækið varð til í kína, og þeir byrjuðu sölu í bandaríkjunum árið 1962. Þeir hafa frá upphafi verið stærstir í gírabúnaðar bransanum, en teygja sig einnig út í hluti einsog sveifar, bremsur, og fleira.Nú er ég af sjálfsögðu að tala um hjóladeildina, Shimano eru einnig þekktir fyrir fiskveiðibúnað og snjóbrettabúnað.

SRAM er heldur betur nýrra og öðruvísi fyrirtæki. Stofnaðir árið 1987, þeir eru bara smábarn við hliðina á hinu 85 ára gamla Shimano :) Þeir voru stofnaðir í Bandaríkjunum og eru þekktir fyrir hluti eins og Gripshift og 1:1 shifing ratio. Þeir eru að mínu mati duglegastir við að gera hluti sem hæfa riderum, frekar en að láta riderinn hæfa hlutnum. T.d. þá komu þeir með triggera þar sem báðir takkarnir ýta í sömu átt, þ.a.l. þarf maður aldrei að taka fingurinn af bremsunni, og skiptir með 1 putta.

En munurinn á þessum tveim er það sem skiptir máli, hvað maður velur og hvers vegna. Shimano 1:2 búnaður virkar ekki með SRAM búnaði, og SRAM 1:1 búnaður virkar ekki með Shiamano búnaði.
Það sem SRAM hefur yfir Shimano er einnar áttar triggerinn og að geta skipt um allt að 5 gíra niður í einu(1:1), skiptirinn sjálfur getur bara snúist í eina átt þegar maður er að stökkva eða hjólið bara á fullu, þ.e.a.s. hann slæst ekki upp í stellið og myndar hávaða eða skemmir sig eða stellið.
Einnig er það Gripshift, sem gerir manni kleift að hafa bara triggerinn “innan” í gripinu, þetta er kanski ekki besti kostur fyrir freeridera, en margir downhill riderar nota þetta mikið. Þetta kemur nánast algjörlega í veg fyrir að triggerinn skemmist ef maður dettur, nema fyrir alveg rosalega óheppni :) Þetta er líka mjög þægilegt fyrir cross country ridera þar sem maður getur skipt frá efsta niður í neðsta á no time :)
Og eins og ég minntist á áður þá eru SRAM mjög “þægilegt” fyrirtæki, og bjóða þess vegna upp á triggera sem virka með Shimano búnaði.
Þeir hafa X.0, léttasta skipti í heiminum, og þeir hafa BlackBox cage-in, sem er hægt að fá í super short stærð. Einnig léttasta trigger í heiminum, X.0, sem maður getur fínstillt alveg niður í fjarlægð frá gripi, upp í staðsetningu á tökkunum.

Shimano hefur aftur á móti “high tech” búnaðinn, einsog hið nýja XTR, sem getur skipt í allar áttir, báðir takkar fara fram og til baka, semsagt virkar eins og Shimano og SRAM, en að vísu er 1:1 fengið frá SRAM.
Þeir hafa Dual Control leverana, sem virka þannig að bremsan og triggerinn er sami hlutur, og til að skipta upp ýtir maður levernum upp, og niður til að skipta niður. Þetta er æðisleg uppfinning fyrir cross country og all mountain iðkendur, og kemur í veg fyrir alla færingu á puttunum, þeir eru alltaf á sama stað að skipta og bremsa.
Þeir hafa Rapid rise tæknina, sem snýr við gorminum og víxlar þannig tökkunum, þannig að maður getur valið um 2 gerðir af skiptum og triggerum, hvort maður vill hafa hærri eða lægri gír í hvorum takkanum.
Svo hafa þeir auðvitað hubbana sína og freewheelin sín, eitthvað sem SRAM spáir ekkert í. Shimano er total integration fyrirtæki (sjá neðar) og eru með sitt shit, undir sínu nafni með sinni tækni. SRAM er fyrirtæki sem kaupir componentafyrirtæki, bremsufyrirtæki, demparafyrirtæki og leyfir þeim að halda áfram að sérhæfa sig í sínum málum, eins konar total integration, en þessi mismunandi fyriræki þurfa ekki hvort annað, ólíkt Shimano.
Saint. Þetta er eitthvað sem SRAM þarf virkilega að fara að spá í. Saint er alveg sérstaklega gert fyrir freeridera, downhill eða dirtjumpera. Gríðarlega sterkt og gott stuff og þolir hvað sem þú fleygir í það. Ofur sterk boddy á skiptunum, ekkert búið að reyna að létta þar og þetta rosa svala axle mount dót. Það virkar þannig að skiptirinn festist á öxulinn á afturhjólinu. Bæ bæ dropout (derailleur hanger (whatever)). Þetta losar mann við óvin númer eitt í extreme hjóla bissnessi. Allir hafa lent í því að beygla dropout, það er helvíti, skiptingin í ruglinu og virðist aldrei virka rétt, dropoutið veikara en allt og brotnar auðveldlega. Ekki með Saint.

En auðvitað þarftu Saint hubbinn líka, þar sem hann er með sérstaka öxulinn sem þarf til að festa Saint skiptirinn á. XTR skiptirinn þinn þarf (og tekur ekki við neinu öðru) sérstöku ceramic tannhjólin sín, og Dual control hydro lever comboið þitt er ónýtt ef eitthvað klikkar… Shimano er einsog Microsoft, ef þú kaupir Shimano þá þarftu annað Shimano, en það virkar bara með hinu Shimano dótinu, sem fylgir með þessu Shimano. Shimano hefur sína eigin tækni fyrir allt, alveg frá octalink bottom bracketum, yfir í Hyperglide tannhjól í 1:2 skiptingu.
SRAM er með einfaldari lausnir á hlutunum, þeir þurfa ekkert með neinu, nema af sjálfsögðu þá virkar 1:1 skiptir bara með 1:1 trigger. En þar sem þeir eiga Truvativ þá eru þeir með ISIS, sem er standard sem allir nota, RaceFace, Truvativ, SR Suntour, FSA o.fl. Þeir þurfa ekki sér hubba fyrir skiptana sína, og þeir bjóða meira að segja upp á triggera og skipta sem virka með 1:2, jafnvel Grip shift er hægt að fá fyrir Shimano skipta.

En þegar allt kemur til alls þá er þetta bara spurning um “personal preference”, vill maður geta skipt fram og til baka, en ýtt í sömu átt, eða vill maður toga og ýta. Vill maður long cage upp á smooth skiptingu eða vill maður super short cage upp á að ekkert komist í snertingu við skiptinn. Vill maður carbon, eða vill maður ofur fíneríaðann pússaðann “X” shaped skipti. Svona mál eru þeim sem að spá mikið í skiptingu, og hafa komist að því að þetta skiptir máli, þegar maður er að keppa, þegar maður vill að skiptingin sé smooth, eða bara þegar maður vill halda sér í sama gírnum.