Jæja. Maður liggur hér í leti og gerir ekki neitt. Svona er það að vera veikur, en ég ætla hinsvegar að skrifa smá grein á huga þar sem ég hef ekkert við minn tíma að gera.

Þar sem það virtist vera allgjört major mál að spreyja hjólið sitt hér fyrir stuttu, þá ætla ég að kenna ykkur það, þannig ég vil aldrei aftur þurfa að sjá einn einasta kork þar sem spurt er um það hvernig á að spreyja hjól.

Fyrsta skref er að pússa. Ég persónulega pússa yfirleitt eins mikið niður í raw (allveg niður í járn) og ég get, en nenni yfirleitt ekki að pússa allveg allt niður í raw, þannig sumt er bara matt. Einnig er hægt að nota lakkleysi til að hreinsa lakkið allveg af en ég hef enga reynslu af því þannig ég get ekki tjáð mig um það. Best er að nota grófann sandpappír (p80-p120)til að ná lakkinu af en svo fínann sandpappír (p320-p400) til að þetta verði matt og fínt.

Annað skref er grunnur. Þetta er eitthvað sem sumir sleppa og ég sé ekkert að. Sumum finnst þetta tilgangslaust en sumir sjá mjög mikinn mun. Ég persónulega nota yfirleitt ekki grunn nema þegar ég er að vinna með fleiri en einn lit.

Þriðja skref er svo liturinn sjálfur. Þegar kemur að því að spreyja litnum skal passa að dreifa litnum jafnt! Þú vilt alls ekki setja of mikið sprey þannig það leki. Best er að halda sig 10-30 cm frá hlutnum sem þú ert að spreyja og aldrei hafa höndina kyrra. Ef þú ert nálægt (10cm) þá er best að hreyfa höndina hratt. Ef þú hinsvegar ert langt frá (30cm) er betra að hreyfa höndina frekar hægar. Gerðu þetta svona 2-3 (2-3 umferðir) og mundu, frekar taka fleiri litlar umferðir heldur en of stóra umferð og láta svo leka, þá verður allt svo ljótt.

Fjórða skref er svo glæran. Glæran (clear coat) er glært sprey sem ver hitt spreyið frá skemmdum og rispum, og einnig dregur það oft fram glansa í litnum. Ég spreyja yfirleitt 2 umferðir glæru.



Ef þig langar að gera einhverja svona “effecta” eins og fade eða mynstur, þá ætla ég að reyna að lýsa því hérna, þótt það sé svolítið erfitt.

Fade. Til að gera fade þarftu 2 liti. ljósi liturinn verður að vera undir, allveg sama hvort það þarf meira eða minna af honum. Annars er hætta á að hinn liturinn sjáist sumstaðar í gegn. Spreyjaðu svo dökka litnum yfir og þegar þú vilt að dofið byrji þá sleppiru takkanum laust, þannig hann slakni og spreyji minna þangað til það kemur ekki neitt. Ég held að ég geti ekki útskýrt það neitt betur en ég vona að þið skiljið þetta.

Mynstur. Til að gera myndstur þarftu límband og tvo liti allveg eins og í fade-inu. Þú byrjar á því að spreyja ljósari litnum 2-3 umferðir. Svo tekuru límband og límir yfir allt. svo skerðu út í límbandið það sem þú vilt að verði með dekkri litnum. Svo kropparu límbandið af þar sem spreyið á að fara, og spreyjar litnum. þegar það er búið tekuru allt límbandið af og þá er mynstrið tilbúið.

Spreybrúsar fást hér og þar en ég vill benda fólki á að það fæst mjög gott sprey í Húsasmiðjuni. Sandpappír ætti einnig að fást þar.