Jæja, nú þegar sumarið er í nánd fer maður að hugsa um hvað maður á að gera þegar að það kemur.
Mér var að detta í hug nokkrar hugmyndir sem hljóða svona:



1: Backjard jam í trailsunum í garðabæ. Bara chill allan daginn þar sem allir myndu hjálpast að að stækka svæðið, smíða palla og halda kannski mót, helst á laugardegi, sem myndi kannski enada á útileigu s.s. allir myndu koma með tjöld og gista þar og ræda alla nótina.


2: Demo á stöðum eins og t.d. á auturvelli, fyrir framan smáralind eða kringlunna eða perluna, til þess að kynna hjólasportið fyrir almenningi.
Þá myndi maður fá styrktaraðilla til að smíða einhverja palla, sjónvarpið til að kovera það o.f.l.


3: Jam session í flestum pörkunum og á útvöldum street spottum,
sem myndu kannski innihalda mót með styrktaraðillum og verðaunum og fleira.


4: Hjólaferðir til útlanda sem mætti þá tala betur um seinna.
Við í Rugl-liðinnu stefnum allaveganna til London aftur í byrjun sumarsins.



Mér fannst þetta vera of mikið í einn kork þess vegna skellti ég þessu bara í grein. (það hefur nenfilega bara ein komið á árinu)
En þetta eru bara nokkrar hugmyndir sem mér dettur í hug um hvernig mætti eyða sumrinu á hjólum,
Ég vil endilega heyra skoðannir á þessu og fleiri hugmyndir.


Eru ekki allir game!

K.v. Hjörri