Ég byrja ævina í Há Eff Joð og var bara að fíla það/
á fullt af vinum og fannst bara gamann að lifa/
En vá ég man það vel, 17.júní 2003/
að mamma tilkynnti að við myndum flytja okkar bú/
einhvert útí rassgat og ég var bara ekkert að digga það/
en alveg sama, var bara eitt átta ára barn/
hver hlustar á það bara pakkað og keyrt í burt/
sagt að þetta lagist með tímanum og alltaf var spurt/
hvort svo væri ekki,og alls ekki ég laug/
sagði sannleikann sem saug fokkin feitan fjósahaug
Og ef ég spyr afhverju þá fæ ég bara bara/
en engu svarar þetta bara, viltu gera svo vel að svara/
hvaða hvaða ertu að æsa þig þetta er löngu búið spil/
en ekki búið fyrir mig því þessi staður étur shit/
einangraður drengurinn,bældur uppá annað stig/
og ef ég hefði farið í test væri ég greyndur með fokking þunglyndi/
það eina sem hélt mér gangandi var stanslaus hugsunin/
að um helgina væri frí,ég fengi að hitta sannan vin/
en stundum brást það vegna anna og ég grét mig í svefn/
eða barði í vegg og skurði í sálina fékk/
því hversu sorglega sem það hljómar var oft eini vinurinn/
sem var alltaf til staðar motherfucking gítarinn/
ef ég átti vandamál, glamraði á hann/
hef alltaf tjáð mig í gegnum list og þá reiðina ég fann/
renna af mér og það er alltof fokkin gott/
svo eitt sinn vorið '07 ég uppgötvaði HipHop/
fannst erfitt að sleppa gamla stílnum en gerði það síðan/
og sé ei eftir því, nú betrumbætt er allt mitt líðan/
ég reis upp úr þunglyndinu, reif af mér grímuna/
sem ég hafði borið í að minnsta kosti fjögur ár/
Svo ég brosti…og lífið brosti á móti/
en stundum liggur vegurinn ekki þráðbeint og niðrí móti/
mér er alveg skítsama þótt ég hljóti ekki/
verðlaun í lífinu, þó ég sé ekki sá besti/
alveg sama þó að lífið verði á köflum crappy/
bara brosi og söngla “dont worry be happy”

Það er hátt í tveir mánuðir síðan ég skrifaði þetta en ákvað bara að skella þessu inní tölvuna og posta á huga…
uppbygjandi feedback eða skítkast…bara commenta að vild!