Jæja það væri nú pínu gaman held ég ef allir myndi skrifa smá hérna um hestinn sinn/hestana sína hérna ;) gaman að fá að það hérna í stað þess að sumir hafa kanski ekki skrifað neitt um þá og geta bara gert það hérna endinlega:D

En ég ætla að segja pínu um mína hesta.. þið hafið kanski heyrt eithvað um þá haha ;D

En Tinni hann er 9 vetra brúnn hestur. Við byrjuðum að temja hann síðasta vetur árið 2007. Hann var búinn að fara í pínu tamningu þegar við keyptum hann en svo sendum við hann í tamningu og það var eiginlega ekkert gert við hann þar.. Svo tömdu pabbi og vinur hans Tinna og núna er hann þrusu flottur orðinn. Mjög viljugur, lyftir ágætlega (ætla að fá hann til að lyfta meira þegar við tökum inn). Hann reisir hausinn hátt og er svaða flottur.. En hann er bara brúnn ekki með neina stjörnu eða neitt ;)

Gustur er 4 vetra jarpskjóttur kall.. Hann var búinn að vera úti á túni síðan hann fæddist og aldrei verið nálægt mönnum. Svo tókum við hann á hús 3 vetra og byrjuðum að klappa honum og hann var bara brjálaður. Svo fórum við með hann uppí hesthús bara núna síðasta vetur árið 2007 og eftir 4 daga þar kom hann til mín eins og hann væri full taminn hestur. En hann var fljótur að læra, hrekkir eiginlega ekkert nema skvettir rassinum pínu á stökki. Hann er eiginlega hundurinn minn haha þvi hann eltir mig svo mikið ;). Svo er hann mjööög traustu að okkar mati sem erum að temja hann.

En það eru myndir af þeim báðum hérna í albúminu

Svo er það nýji hesturinn ;) 2 vetra brúnskjóttur hestur. Heitir Spotti útaf pabbi hans heitir Kaðall ;) Gammur frá Steinnesi og Eldur frá Stóra-Hofi eru afar hans og eru báðir 1.verðlauna hestar svo eru langalanga afar hans Orri frá Þúfu og Hrafn frá Holtsmúla ;) Lofar góðu þessi hestur heyrist mér ;) en já

Nú er komið að ykkur ekki satt?

Bætt við 16. september 2007 - 21:39
Svo þegar ég segji við þá báða : Gemmér koss (Gef mér koss) þá koma þeir báðir með snoppuna að munninum svo ég geti kysst þá :D