Hvernig á að bæta hest með járningu? Ýmislegt er hægt að gera til að bæta ganglag í hestum, þar getur járning spilað mikið inní. Þar sem ég hef lært talsvert nýtt í vetur þá áhvað ég að taka smá af því saman, reyndar byrjaði þetta sem svar við greininni hér fyrir neðan um gangsetningu en varð það langt að ég áhvað að gera bara heila grein um efnið ^^

Smátt og smátt þarf hver og einn að fikra sig áfram til að finna réttu járninguna fyrir hestinn sinn, þ.e. járninguna sem henntar hestinum manns lang best. Ég er ekki að segja að maður þurfi að járna sjálfur heldur bara að segja að maður þarf að vera meðvitaður um hvernig á að járna hestinn og af hverju, þar sem utan að komandi járningarmaður veit ekkert um hestinn þá verður þú að geta sagt honum hvernig á að járna hann. Annars þá fær hann bara venjulega járningu sem hjálpar honum ekkert að bæta sig.

Það fyrsta sem maður þarf að spá í er einfaldlega er hesturinn klárhestur eða er hann alhliða?

Svo er það hversu klárgengur eða bundinn er hesturinn?

Fæst hesturinn til að tölta eða brokka eða er erfiður á annan hvorn ganginn?

Er hesturinn gjarn á að slá saman eða stíga á sig?

Er klárinn að hlífa sér á framfótum við of miklum kröfum?

—–
Klárhestur

* Klárhesta járnar maður með minni hófa að framan og stærri að aftan.

* Klárgenga hesta styttir maður eins og hægt er að framan og tekur sem minnst af afturhófunum.

* Töltlausa hesta, eða hesta sem eru mjög tregir til að tölta, járnar maður aukalega við hitt á þynngri skeifur að aftan (10mm), og léttari að framan (6mm) ef hesturinn er alveg tölt laus eða hitt hefur ekki skilað nægum áragnri.

Alhliðahestur

* Alhliða hesta járnar maður með stutta hófa að aftan og stærri hófa að framan.

* Bundinn/skeiðlaginn hest járnar maður með eins stutta hófa að aftan og hægt er og tekur sem minnst af framhófunum.

* Lullarann og brokklausa hesta járnar maður aukalega við hitt með þyngri skeifum að framan (10mm), og léttari að aftan (6mm) ef hitt virkar ekki eða hesturinn er alveg vonlaus.

—–

Hestar sem slá saman
Ef hestar slá mikið saman þá er það oft einfaldlega af því þeir eru komnir á tíma á járningu eða eru orðnir þreittir, en ef það er ekki málið er oft gripið til þess ráðs að járna þá örlítið útskeifa að aftan.

Ástig
Ef hestur er gjarn á að stíga á sig er hægt að stytta hófana að aftan svo hesturinn gangi ekki eins langt inn undir sig og eflaust hjálpar það eining að hafa þá örlítið útskeifa þar líka.

—–

Ef hesturinn er að hlífa sér á framfótum þá getur það verið að höggið þegar þeir eru að lyfta mikið sé að angra hestinn og þá er oft gott að setja botn(fæst í hestavörubúðum sjá mynd) á milli skeifu og hófs, það þarf ekkert endilega að fylla upp í hann eða kaupa sértillagaða botna, heldur er hægt að festa botninn við skeifuna áður en járnað er og klippt meðfram og svo er járnað eins og venjulega skeifu en þessi virkar bara aðeins þykkari en hlífir hófnum við högginu þegar hesturinn slær niður.

—–

Ég vil taka það fram að það geta verið einhverjar villur í þessu, eitthvað sem gleymdist eða mér hefur verið kennt vitlaust.

Endilega bætið við ef það er eitthvað sem vantar.

Bara vonandi að þetta nýtist einhverjum..
-Regza..
-