Þann 25. nóvember hélt Hrossaræktarfélag Biskupstungna sína árlegu uppskeruhátíð og sviðaveislu. Verðlaunaðir voru þeir félagsmenn sem sköruðu fram úr á árinu og veitt var í fyrsta sinn verðlaun fyrir ræktunarbú ársins, sem reiknað er eftir ákveðinni reikniverki þar sem aðaleinkunn allra sýndra hrossa er leiðrétt eftir aldri.
Listakonan Sigurlína Kristinsdóttir hannaði veglegan farandgrip sem Landsbankinn í Reykholti gaf. Eftir verlaunaafhendinguna bauð félagið upp á sviðaveislu og síðan tók til máls gestur fundarins Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og ræddi hin ýmsu mál.
Verðlaun ársins hlutu:
Hæst dæmdu hryssur ræktaðar af félagsmönnum;
1. Magnús Einarsson Kjarnholtum 1 fyrir Rakettu frá Kjarnholtum 1 a.e. 8,07
2. Magnús Einarsson Kjarnholtum 1 fyrir Kolbrá frá Kjarnholtum 1 a.e. 8,03
3. Kjartan Sveinsson og Guðrún Magnúsdóttir Bræðratungu fyrir Eskju frá Bræðratungu a.e. 7,97
Hæst dæmdu stóðhestar ræktaðir af félagsmönnum;
1. Njörður Jónsson Brattholti fyrir Helming frá Brattholti a.e. 8,07
2. María Þórarinsdóttir og Kristinn Antonsson Fellskoti fyrir Silfurgeisla frá Fellskoti a.e. 8,00
3. Kjartan Sveinsson og Guðrún Magnúsdóttir Bræðratungu fyrir Seim frá Bræðratungu a.e. 7,90

Afreksverðlaun H.B. fengu Ólafur Einarsson og Drífa Kristjánsdóttir fyrir stóðhestinn Gautrek frá Torfastöðum sem varð þrefaldur Íslandsmeistari s.l. sumar.

Hrossaræktarbú ársins 2010 varð Bræðratunga og tóku þau Kjartan Sveinsson og Guðrún Magnúsdóttir við glæsilegum farandgrip sem veittur var í fyrsta sinn.

http://hestafrettir.is/Frettir/9530/
mbk. Böðvar Guðmundsson