Hugur frá Ketilsstöðum er 5 vetra sótrauðblesóttur,sokkóttur og glaseygður. Hann er sonur Ör frá Ketilsstöðum, en hún slasaðist illa á fæti sem tryppi og var ekki hægt að temja hana sökum þess. Ör er undan Kjarval frá Sauðárkróki sem er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Framkvæmd frá Ketilsstöðum, en sammæðra henni eru Djörfung, Minning og Flugnir.
Djörfung frá Ketilsstöðum var fjögurra vetra á síðasta landsmóti og var með 8,23 í aðaleinkunn. 8,68 fyrir hæfileika, m.a 9,5 fyrir skeið og vilja. Minning var í fimm vetra flokki á sama móti og er líka með 9,5 fyrir skeið og 8,18 í aðaleinkunn. Flugnir fékk 9,0 fyrir skeið í fyrra fjögurra vetra gamall og 8,11 í aðaleinkunn.

Framkvæmd er undan Hrafni frá Holtsmúla og Hugmynd frá Ketilsstöðum, hún stóð efst í flokki fjögurra vetra hryssna á FM 1995. Hugmynd var efst 5.vetra hryssna FM 1984 með 8,17 og skrítið fékk ekki nema 8,5 fyrir skeið, hún fékk heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á LM 2000. Margir þeirra sem muna eftir henni síðan á LM´90 þegar Bergur keppti á henni í A flokki í úrslitunum geta ekki gleymt hvernig hún tók á því, hún hreinlega flaug áfram, þar voru ekki neinir 8,5 sprettir á ferð. Bróðir Framkvæmdar, Hjörvar frá Ketilsstöðum fékk 10 fyrir skeið og 8,81 fyrir hæfileika , sjö vetra gamall. Systir Framkvæmdar er Vænting frá Ketilsstöðum sem er með 1 verðlaun og er m.a móðir Natans frá Ketilsstöðum.

Faðir Hugs er Hróður frá Refsstöðum sem er með heiðursverðlauna fyrir afkvæmi og móðir hans er Rán frá Refsstöðum, sem er undan Náttfara frá Ytra Dalsgerði. Faðir Hróðs er Léttir frá Stóra Ási, sem er undan gæðingshryssunni Hörpu Gáskadóttur frá Hofsstöðum sem er með 1 v. og er ættmóðir margra háttdæmdra hrossa. Faðir Léttis er Kolfinnur frá Kjarnholtum, einn rýmsti hestur allra tíma., sem var efstur i 6 vetra flokki á LM´90 og með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.

Hugur er sterklega vaxinn, og hlutfallaréttur hestur sem ber mikinn svip af föður sínum. Hann er jafnvígur alhliðahestur, með mikinn og þjálan vilja.
Sköpulag: 7,0 8,0 8,5 8,0 8,0 7,0 8,5 8,0 7,96. Aðaleinkunn. 8,29.
Hæfileika: 8,5 8,0 8,5 8,5 9,0 8,5 8,5 8,0 8,0 8,51
123 stig i kynbótamat

http://hestafrettir.is/Frettir/9514/
mbk. Böðvar Guðmundsson