Uppskeruhátíð Fáks verður haldin nk. laugardagskvöld og opnar félagsheimilið kl. 19:30. Sigurbjörn Bárðarson er veislustjóri og að venju svignar veisluborðið undan kræsingum.
Til að skemmta okkur kemur hinn síungi Ómar Ragnarsson og svo munu dívurnar í Gospelkórnum koma öllum í stuð með söng sínum. Afreksfólk Fáks verður heiðrað og dúndrandi diskó á eftir. Húsið opnar kl. 23:00 fyrir þá sem vilja koma á ballið með okkur (frítt inn, snyrtilegur klæðnaður).
Að venju er borðhaldið boðsball og eru þeir, sem hafa einhverja hluta vegna ekki fengið boðsmiða, beðnir að hafa samband við okkur í síma 898-8445 eða 696-8445 og láta okkur vita því að sjálfssögðu eru allir velkomnir sem hafa lagt hönd á plóg við félagsstarfið í Fáki á meðan húsrúm leyfir.

Einnig viljum við minna alla þá sem fengu boðsmiða á að tilkynna okkur í emaili eða með því að hringja í 696-8445 hvort þeir ætla að mæta eður ei. Þeir sem eru búnir að láta okkur vita þökkum við fyrir og hlökkum til að eiga góða kvöldstund með ykkur á laugardagskvöldið.

http://hestafrettir.is/Frettir/9506/
mbk. Böðvar Guðmundsson