Nú í dag er bylgja hjá hestamönnum að láta hestinum sínum líða sem best. Komin eru hlaupabretti, sundbrautir, og mélalaus beisli á markaðinn. Sem er hið besta mál . Ég er búinn að vera í kringum þetta allt saman og líst voða vel á þetta..

Eru eitthverjir hérna sem hafa látið hestinn sinn í eitthvað að þessu? Prófað þessi beisli, látið hestinn í sund, eða þá á hlaupabrettið.. ?

Ég veit alla kostina með þessu. En langar að vita það: er þetta eitthvað að virka með ykkar hesta?

Ég veit um hesta sem voru áður skakkir og leiðinlegir í reið og fóru í sund í nokkrar vikur og komu hressir og ferskir út og voru ekki jafnt stífir og skakkir.

Hlaupabrettið er gott fyrir hesta sem eru að komast í form eftir slys, meðal annars.

mélalausaBeislið.. Jaa ég held nú að allir virkir hestahugarar vita allt um þetta “beisli”.. Þökk sé Kylju, og einum öðrum, sem ég bara man ekki nafnið á..

Og já, þetta beisli,, ætti það að heita “beisli”.. Njaa.. :s.. Finnst það ekkert beislalegt allavega ;)

:)..

– Lilje
— Lilje