Hestamennskan mín er nú heldur stutt en ég hef samt sem áður alltaf umgengist hesta því pabbi minn er og var tamningarmaður.

Ég fór á mitt fyrsta námskeið þegar ég var 4 ára og ég valdi mér flottan gráan hest, sem hét Máni og var 18 vetra þá en svo skemmtilega vildi til að pabbi minn tamdi hann :) þar gekk allt vel og eftir það þá hafði ég alltaf meiri og meiri áhuga á hestum

Amma mín átti hest sem hét Glæsir og var mjög þægur barna hestur sem ég fékk að fara á bak á þegar ég vildi en eftir að honum var lógað þá hætti ég í hestunum en var þó alltaf að fylgjast með hestum sem ég sá þannig ég missti aldrei áhugan sem slíkan.

Í byrjun árs 2009 þá tók pabbi minn að sér nokkra hesta hérna í bænum í tamningar og þá kom áhuginn alltaf smátt og smátt en ég tók það að mér að sjá um hesta skipta faxinu hjá þeim sem vildu hafa það skipt og þess háttar. Fékk þó einstöku sinnum að kíkja á bak á barna hestum hjá félögum pabba í Víðidalnum :)

Sumarið 2009 ákváðum við fjölskyldan að ódýrara væri bara að fara að búa á sveitabæ rétt við Akureyri því pabbi fær flest alla hestana frá akureyri og þar í kring og við fórum og bjuggum i allt sumar rétt hjá vaglaskógi. Þar hjálpaði ég honum í ýmsum störfum. En það sem stóð mest uppúr var 7 daga rekstur sem við fórum í frá Mývatnssveit austur á Langanes og til baka aftur :)

Í lok 2009 þá kom kom nýr maður í húsið til okkar og leigði eina ,3 hesta stíu og kom þar með 2 merar ( önnu rauð blesótt og hin brún) og 1 klár ( rauður með litla stjörnu ) og það vildi svo heppilega til að maðurinn reið einungis á rauðumerinni og rauðaklárnum og hann notaði brúnu merina undir barna börnin, en þau koma svona 1 sinni í mánuði eða svo. Einn daginn langaði mér rosalega á bak og ég spurði manninn hvort það væri ekki séns á að ég fengi lánaða þá brúnu og riði smá út á henni og hann sagði að það væri bara ekkert mál og núna eftir áramót hef ég verið að ríða út á henni og verið að hjálpa pabba með ýmislegt með hina hestana sem hann er með.

Svo er stefnan hjá mér og pabba að fara í Mývatnssveit til félaga hans og ríða á Landsmót og fara svo í einhverjar ferðir um landið með rekstur.

En þetta er nú mín stutta/langa hestamennska og ég stefni að því að vera meira í hestunum.

Vona að einhver hafi lesið þetta í gegn og haft vonandi gaman af. =D

- Krapparpappi
Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn!