Ég fékk minn áhuga á hestum um leið og ég fékk eitthvert vit í kolinn sem barn. Mamma mín var á fullu í hestamennskunni og fljótlega hugsaði ég hvorki né talaði um annað en hesta. Ég fór alltaf með henni útí hesthús og dýrkaði ekkert meira en að eyða mínum tíma úti á túni og fylgjast með hrossunum bíta gras. Þó var einn hestur í miklu uppáhaldi hjá mér, hann hét Kópur. Þegar ég fæddist var hann um 16 vetra. Mamma mín fékk hann sem folald og hann er hennar uppáhald. Hann var hvítur á litinn, meðal stór, víga hágengur og mjög massaður hestur. Hann var í einu orði gullfallegur.
Ég fór first á bak ein 4 ára. Þá fékk ég að sitja á honum berbak meðan hann röllti um og beit gras. Mamma var þó bara nokkrum skrefum frá. Ég naut þess að sitja á bakinu á honum og fikta í faxinu. Greiða það og flétta. Hann var þá orðinn 20 vetra og orðinn slappur greyið, byrjað að myndast í honum krabbamein. Ég datt fyrst af baki á honum, þannig var það að hann hrasaði og við það rann ég framm og renndi mér niður makkan á honum, lennti mjúklega á rassinum og sat þar þangað til mamma kom og lét mig á bak aftur. Kópur stóð upp og beið. Hreyfði sig ekki en ýtti lauslega við mér áður en mamma kom. Ég man óljóslega eftir þessu, hvernig hann ýtti í mig og hnussaði af mér. En því miður þurfti að lóga honum stuttu eftir þetta og ég náði mér seint á því þótt ég væri ekki nema 4 ára.
Mamma hætti í hestamennskunni en ég hélt mínum áhuga enn og stalst á bak útum allt. Það voru hross á landinu okkar en fólk leigði það sem vetrarahaga. Ég staulaðist uppá rúlluna sem stóð ávalt á miðju túni fyrir hrossin og beið eftir að ein bleik meri kæmi nálægt svo ég gæti hoppað á bak henni. Mér tókst það eitt skipti en var svo óheppin að hún rauk af stað og ég lennti í túninu.
Árið 2003 fór ég á mitt fyrsta hestanámskeið. Ég var voðalega kjarklaus til að byrja með en hann kom fljótlega. Ég fór á tvö önnur eftir það og útskrifaðist með knapamerki 1 og 2. Eftir það fékk ég að fara á bak hjá vini mömmu minnar en það fór ekki betur en svo að bykkjan rauk með mig og gerði margar tilraunir til að henda mér en tókst ekki þar sem ég var föst í ísstæðunum. Ég rifbeinsbrotnaði á 5 rifbeinum og gat ekki sofið nema sitjandi í hálft ár. Ég hélt ég myndi aldrei fara á bak aftur.
Vorið 2006 kynnist ég svo kærasta minum sem er á fullu í hestamennskunni. Vitaskuld fór ég á bak hjá honum á hesti að nafni Spakur, barnahesturinn, en þó sá eini sem hefur hrekkt:D Ég fór ekki hraðar en fet langt fram á sumar. Þá var ég stödd með kærasta mínum og tengdapabba á útreiðum á þessum frábæru moldarbökkum þegar tengdó fær mig til að fara uppúr þessarri fetreið. Ég fer uppá brokk með Spak og tilfinningin var þvílík að ég neitaði að stoppa. Loks var einhvað farið að gerast hjá mér.
Ég hélt áfram að ríða Spaki á brokki fram að réttum en þá fékk ég annan hest, aðeins viljugri og auðveldari, hann Prins! Hann er gullfallegur jarpur töltari! Ég reið honum fram og til baka á tölti, í réttirnar og í eina dagsferð. Ég var orðin þokkalegur reiðmaður og reið nánast allt án hræðslu þegar hestunum var sleppt í frí í september.
Svo núna í vor var ég á Spaki með kærasta mínum á útreið. Hann var á tryppinu sínu sem var enn hálfgerður unglingur. Það hittir svo illa á að Spakur er sú týpa sem er svo utan við sig þegar riðið er fet, þannig að þegar folinn rauk aftan í Spak af kjánaskap hljóp Spakur af stað og beint á stökk. Ég var samt róleg og var búin að ná að hægja á honum þegar hann beigir skyndilega og ég flýg af baki. Ég rotast við höggið og er aum allstaðar. Komst síðan vart á bak eftir þetta og hef ekker náð mér upp ennþá. En viljinn er enn til staðar og áhuginn, svo í vetur þegar við tökum inn verð ég ekki aðgerðalaus ;)