Ég sá að einhver hafði verið að spurja um gæðingakeppni í Spurt og Svarað flokknum…. Þetta er tekið uppúr bókinni Á Fáksspori : umhirða, þjálfun og keppni eftir Sigurbjörn Bárðarson. Gefin út af Eiðfaxa 1982.

Í Gæðingakeppni gildir að vera með vel þjálfaðan,viljugan og fasfallegan hest. Þó að stöðugt sé verið að breyta reglum gæðingakeppninnar, helst ætíð ákveðinn grundvöllur í dómstiganum.
Hestur þarf að vera búinn mörgum kostum til að geta hlotið heitið gæðingur. Nauðsynlegt er að hafa allar gangtegundir vel þjálfaðar, því að hesturinn fær einkunn fyrir hverja fyrir sig.
Sýningaröð gangtegundanna er frjáls. Sumum hestum hentar betur t.d að brokka eftir að búið er að hleypa þeim, en öðrum að hefja sýninguna á tölti eða brokki, svo misjafnt er þetta eftir hestgerðum. Því verður knapinn sjálfur að finna hvað hesti hans hentar best í sýningunni og breyta eftir því.
Skapgerð hestsins og styrkleiki verður oft að ráða því þegar verið er að byggja upp ákveðna áætlun. Knapinn leggur eðlilega meiri áherslu á þá þætti í sýningunni, sem hvað sterkastir eru.
Tökum Dæmi um alhliða hest, sem er með skeiðbundið tölt, en aðrar gangtegundir fremur góðar. Rétt væri að hefja sýninguna á tölti, en leggja síðan áherslu á lengri sýningu þeirra gangtegunda sem hesturinn á auðveldara með og eru glæsilegri.
Ef um er að ræða klárhest, sem er með afburða brokk en ekki eins gott tölt leggur knapinn áherslu á að byggja sýninguna sem mest á glæsilegu brokki, t.d með tilþrifamiklum skiptingum frá tölti yfir á brokk, og þá af hröðu tölti jafnt sem hægu. Slíkt krefst að knapi ekki hest sinn til hlítar.
Fet: skal sýna í u.þ.b 20 hestlengdir.
Brokk: Til að hljóta einkunn þarf hesturinn að sýna u.þ.b hestlengdir samfellt til að ná meðaleinkunn eða meira, minnst eina langhlið hringvallarins.
Tölt: A flokkur; sýna ber tölt samfellt eina langhlið keppnisvallar, hægt tölt með hraðabreytingu. B flokkur greitt tölt; sýna ber hestinn á hraða nokkuð yir milliferð til að ná meðaleinkunn eða meira, samfellt eina langhlið keppnisvallar.
Stökk : heil langhlið til meðaleinkunnar eða meira. Taka skal stökkið mjuklega og hægja niður án stífni og átaka. Hesturinn á að stökkva rösklega, ekki kappreiðarstökk.
Skeið: til að ná meðaleinkunn eða meira þarf hesturinn að fara á hreinu skeiði minnst 100 m. Til að ná einkunn 10 þarf hesturinn að vera tekinn á skeið af snapri stökkferð af mýkt, síðan ber honum að flugskeiða heilan sprett af snerpu og án mistaka.
Fegurð í reið: Tekið er mið af öllum sýndum atriðum.
Vilji: Þegar vilji er dæmdur af sjónskyni, er tekið mið af heildarsýningu.

Ath.. að gefnu tilefni langar mig að taka fram að þetta er ekki stigahór, ég einfaldlega pikkaði þetta inn til að reyna að aðstoða e-n :)