Svolítil umfjöllun hefur verið um spatt undanfarið.
Þess vegna vil ég biðja alla að fylgjast með hestum sínum því spatt getur orðið það slæmt að ef ekkert er gert í því þó að það beri kannski á, kemur fyrir að lóga þurfi hestum.
Einnig vil ég benda á að verðmæt hross, hátt dæmt og efnileg er gott að láta mynda.
Margir spyrja sig kannski, ,,hvernig fylgist ég með hestinum og hvernig er hægt að taka eftir þessu'' án þess að fara í myndatöku þá kemur hér smá pistill um spatt.


Spatt byrjar aðeins sem smá bólga, bólgurnar versna og þær geta orðið í flestum tilfellum að beinhimnubólgu og beinmyndun fer að birtast á hækillið. (Brjóskið safnast fyrir inn í liðnum og hesturinn á erfiðara með að hreyfa sig og verður drag haltur)
heltin fer svo að minnka ef ekkert er gert í þessu og liðurinn er gjörsmalega orðinn fastur og þá er hægt að nota hestinn áfram hjá þeim sem ekki taka eftir neinu.
Ég tek það fram að það þarf ekkert að sjást neitt, það getur borið einfaldlega ekkert á þessu á meðan þetta er á frumstigi serstaklega !!

Spatt er talið ættgengt en getur komið fram við allt of mikið álag sérstaklega hjá yngri hrossum, járning hefur eitthvað að segja því það sýnist sem röng járning geti haft áhrif á spattmyndun, svo eru það liðirnir sem skipta máli því hestar með sterka liði fá síður spatt en hestar með veiklulega liði.


Ég vona að þetta geti nýst einhverjum og endilega ef að einhver grunur er um spatt þá er best að leita strax til Dýralæknis sem myndar og/eða gerir svokallað beyjupróf.


Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: