http://dagskra.ruv.is/ras1/4575032/2011/04/22/

Mæli með þessum þessum þætti sem útvarpað var á rás1 seinasta föstudag, hér er gerð mjög góð grein fyrir lífi þessa mikla snillings og speki hans.

Þetta er það sem er um þáttinn af rúv.is:

Á dánarbeði í nóvember árið 1855 var danski heimspekingurinn og rithöfundurinn Sören Kierkegaard spurður hvort hann vildi skila einhverju til vina sinna, að lokum. Hann svaraði spurninguni neitandi, en bætti síðan við: ,,Ég var undantekningin.“

Sören Kierkegaard fæddist árið 1813. Hann var í enn einhver merkasti og sérstæðasti rithöfundur sem Norðurlönd hafa alið. Í verkum sínum glímdi hann af alefli við tilvistina. Hann spurði um stöðu einstaklingsins og möguleika hans, andspænis því verkefni að lifa. Á meðal hugðarefna sem honum voru hjartfólgin voru ástin og trúin. Þótt ríflega 150 ár séu liðin frá því að Kierkegaard skrifaði sín þekktustu verk bendir ýmislegt til þess að þau eigi ekki síður erindi við okkur nú. Í þættinum verður hugað að því erindi og skrifum Kierkegaards á fimmta áratug 19. aldar, verkum á borð við Annað hvort - eða, Ugg og ótta og Endurtekningunni, en tvö síðarnefndu verkin eru til í íslenskum þýðingum þeirra Jóhönnu Þráinsdóttur og Þorsteins Gylfasonar. Öll þessi verk komu út undir dulnefnum árið 1843 og mörkuðu upphafið á einstæðum en stuttum rithöfundarferli Sörens Kierkegaards. Viðmælendur í þættinum eru Kristján Árnason bókmenntafræðingur og rithöfundur og Vilhjálmur Árnason heimspekingur. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson. Lesari með umsjónarmanni: Haraldur Jónsson.
Tíminn er eins og þvagleki.