Eftir að hafa horft á myndina Zeitgeist Moving Forward langar mér að opna aftur umræðuna þar sem nokkrir aðillar hérna héldu að öll hegðun og hugsun væri hugsanlega meira genaleg(og vitnuðu í rannsóknir sér til varnar) en uppalanlegt. Þessi umræða náði svo langt fyrir nokkrum mánuðum að ég gafst upp og ætlaði að spyrja einhvern heimspeking uppí HÍ, en hef ekki ennþá fengið svar. En þessi mynd lýsir þetta svo vel að ég þarf ekki á þeirra áliti að halda. En spurningin mín er til ykkar sem mótmæltu að allt siðferði væri mótað í uppeldi en ekki genum, hvað ætliði að hafa ykkur til varnar eða ætliði að játa ykkur sigraða?
Tveir fyrirvarar: http://en.wikipedia.org/wiki/Robert_Sapolsky þetta er ekki vitleysingur ef þið ætlið að fara útí þá sálma,

Og það að ég er ekki það vitlaus að halda fram að við höfum enga meðfædda eiginleika, en allir meðfæddir eiginleikar eru tilgangslausir ef umhverfið leitast í aðra átt. Allt eins það að elska engann, vilja ekki fjölga sér og allt það sem við teljum sé sjálfsagt.
//