Mig vantar smá aðstoð, ég var að lesa - aftur - eina af mínum uppáhaldsbókum (Bláa bókin eftir Wittgenstein) og í inngangi Þorsteins Gylfasonar er svofelldur texti um útgáfu Kripkes af þverstæðu Wittgensteins:

„Hugsum okkur samlagningardæmi, 27 + 12, og segjum að það verði fyrir manni í fyrsta sinn. Nú er ekkert sjálfgefið um það hvaða merkingu táknið „+“ hefur. Það gæti merkt plús, það gæti líka merkt kvús sem er alveg eins og plús með þeirri undantekningu að þegar „+” merkir kvús er útkoman úr dæminu 27+ 12 ekki 39 heldur 7. Við skiljum samlagningarmerkið auðvitað sama skilning þegar við reiknum þetta dæmi og við höfum skilið það til þessa dags, allt frá því við lærðum að leggja saman í fyrsta sinn. En nú vaknar spurning: úr því að þetta dæmi er nýtt og hefur aldrei orðið fyrir okkur áður, hvernig vitum við hvort heldur við höfum átt við plús eða kvús með samlagningarmerkinu hingað til? Svarið við þessari spurningu getur ekki orðið annað en eitt: það getum við með engu móti vitað. Afleiðingin af því er svo sú að það getur ekkert verið um sjálfan mig, hvorki huga minn né heila, ne háttalag mitt til þessa, sem ræður því að ég meini eitt fremur en annað með samlagningarmerkinu.“

Auðvitað er auðveldara að skilja þetta í samhengi við textann allan, en málið er að mér finnst ég ekki skilja þetta til hlítar.

Þess vegna óska ég eftir einhverjum útskýringum frá þeim sem telja sig leggja einhvern skilning í þessa efnisgrein. Öll hjálp er vel þegin, ”skilningur er eftirsóknarverður í sjálfum sér“:)<br><br>_________________________
<a href=”http://www.simnet.is/unnst“>ha?</a>(ég biðst fyrirfram forláts, ef mér er illa við að skrifa það, sem þér finnst gaman að lesa)
<a href=”http://www.simnet.is/unnst/munnsofnudurinn“>munnsöfnuðurinn</a>
<a href=”http://el-margeir.blogspot.com">fannáll öngþveitisins</a