Søren Kierkegaard Í þessari ritgerð ætla ég að reyna að skýra á sem bestann hátt frá ævi Søren Kierkegaard, störfum hans og speki, semsagt kenningum hans, skoðunum og fleira. Eftir að afla mér fullt af heimildum um hann og kynna mér hann eins vel og ég get á ég samt ennþá í erfiðleikum með að skilja hann. Það er líka oft mjög erfitt að greina hans eigin skoðanir þar sem hann skrifar flestar bækur sínar undir dulnefni, og oft er óljóst hvort hann er að tjá skoðanir sínar eða skoðanir hins uppspunna höfundar, þar sem höfundarnir deila oft á hvern annan.

Ævi
Søren fæddist 5. maí 1813 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hans voru Ane Sørensdatter Lund Kierkegaard og Michael Pedersen Kierkegaard, þegar hann fæddist var faðir hans 56 ára og hættur að vinna. Faðir hans tók fljótlega eftir því að hann var gáfaðasta afkvæmi hans svo hann tók það að sér að mennta hann strax og hann lærði að tala. Hann kenndi honum Latínu og Grísku og þjálfaði hann í rökhugsun og gagnrýnni hugsun. Hann þjálfaði líka í honum listrænu sköpunarhæfileikana og ímyndunaraflið með ýmsum leikjum sem þeir stunduðu. Hann ól hann upp við strangt trúarlegt uppeldi og innrætti honum lífsafstöðu heittrúarmanns. Það sást fljótlega að Søren skar sig úr í skóla, hann klæddi sig mjög gamaldags og talaði mjög virðulega, útaf þessu átti hann erfitt mað að eignast vini og var strítt af hinum krökkunum. Við því notaði hann kaldhæðni og kímnigáfu sína sem leiddi aðeins til þess að honum var strítt meira.
Sautján ára gamall fór hann í guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn, en þar fór hann fyrst að sýna áhuga á heimspeki og bókmenntum. Árið 1837 kynntist hann svo Regine Olsen og varð fljótlega ástfanginn af henni. Ári seinna dó pabbi hans og sagði hann í einu verka sinna að pabbi hans hafi dáið svo að Søren gæti loksins orðið að einhverju. En árið 1940 bað hann Regine svo formlega, en sá svo að sér og sleit trúlofunninni ári seinna. Ástæðurnar eru ekki allveg á hreinu en eitthvað tengdist það þunglyndi hans og trú. Hann útskrifaðist úr guðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn það ár, og gaf þá út Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates sem fjallar um Sókratísku íróníuna sem hann hafði mikinn áhuga á. Ritið vakti þó ekki mikla lukku fyrst um sinn.
Eftir að útskrifast fór hann í eitt ár til Berlínar, örugglega til þess að reyna að “finna sjálfann sig“ eftir að hafa reynt að lifa því sem hann kallaði „fagurfræðilegu“ lífi með Regine og í skólanum og svona, sem honum fannst ekki ganga upp fyrir sig. Í Berlín skrifaði hann bókina Enten-Eller(Annaðhvort-eða) þar sem heimspeki Hegels átti stórann þátt, en Hegel hafði mikil áhrif á Søren, þó hann hafi verið mjög ósammála honum með margt og skrifað mikið gegn honum. Á næstu árum skrifaði hann fleiri bækur en flestir ná að gera á heilli mannsævi, þar á meðal bækurnar Frygt og Bæven(Uggur og ótti) og Gjentagelsen(Endurtekningin) sem eru meðal hans þekktustu rita.
Søren dó 1855 aðeins 42 ára gamall. Þá hafði hann eytt síðustu árum sínum í harðri baráttu við dönsku kirkjuna og skrifað mikið gegn henni. Ekki er víst afhverju hann dó svona ungur.

Heimspeki Sørens
Mikið af skrifum hans fjalla um kirkjuna og trú þar sem hann var mjög á móti ríkjandi trúar viðhorfum í Danmörku. Honum fannst Danir ekki trúa á guð, þó þeir færu í kirkju og iðkuðu trúnna því honum fannst kirkjur ekki vera til staðar af trúarlegum ástæðum heldur stjórnmálalegum. En þessar skoðanir koma fyrst fram í bókinni Uggur og ótti en ber svo meira á þeim undir lok ævi hans.
En Søren var líka einn fyrsti eksistensialistinn eða tilvistarspekingurinn, því fyrir honum var orðið tilvist miklu meira en að bara „vera til“. Hann sagði til dæmis að dýr og plöntur ættu ekki tilveru heldur væru þau bara til því fyrir honum er tilvistin sú krafa að maður tileinki sér það sem maður er og læri og fræðist um það og fyrst og fremst velji sjálfan sig.
Svo er það kenning hans um manngerðir og þar skipti hann mönnum í fjóra hópa. Fyrstur er þar broddborgarinn, þessi venjulega týpa sem fylgir bara straumnum og hefðum, eltir uppi tískuna og spyr engra spurninga. Hann telur sig samt sem áður frjálsann en er samt sem áður ófær um að velja, hann velur kannski hvað eigi að vera í kvöldmat, en hann stjórnast alveg af því hvernig „á að vera“. Hann hefur enga sjálfstæða lífsstefnu, heldur fylgir hann því sem krafist er af honum, til dæmis fer í menntaskóla, til þess að fara seinna í háskóla, til þess að fá svo á endanum vel launaða vinnu, til þess að sjá fyrir fjölskyldu sinni.
Út úr þessari tilvistakreppu kemur hann með leið sem hann kallar Stadier på livets vej(staðir á vegi lífsins) sem hann kallar við hið fagurfræðilega líf fagurkerans, hið siðferðilega líf og hið trúarlega líf. Fyrsta lausnin er kannski lausn á þessu en hún leiðir þig ekki frá lífshætti broddborgarans heldur lætur mann lifa á sama hátt, bara í fullri vitund um tilgangsleysi þess. Fagurkerinn nýtur ennþá allra þeirra sömu veraldlegu gæða og broddborgarinn, hann sér í gegnum hið borgaralega líf, en er of háður því til að gera neitt í því og þessvegna taldi Kierkegaard að miklar líkur væru á að Fagurkerinn myndi drepast úr leiðindum. Því er hugsanlega betra að vera broddborgarinn sem áttar sig ekki á vali sínu, eða val-leysi, heldur en að vita af því en sjá sér ekki fært að slíta sig frá því og vera því vansæll.
En svo er lausn út úr þessari vansæld fagurkerans og það er hið siðferðilega líf. Siðferðilega lífið felur í sér það fyrst og fremst að velja sjálfann sig. Lífið snýst þá um að axla ábyrgð og að skuldbinda sig og reynir að bæta upp fyrir tómið og tilgangsleysið sem fagurkerinn þjáist af, sem oft orsakar það að hann þjáist þá af angistinni.
Seinasti áfanginn er síðan sá trúaði, sem Kierkegaard greinir í 2 gerðir:
Trúarkall A: Hann fer í kirkju reglulega, bíður eftir eftirlífinu og er mjög trúfastur, en meira af vana heldur en eigin vali. En þetta er einmitt það sem Kierkegaard andmælti mest og fannst alveg óásættanlegt.
Trúarkall B: Iðkar ástríðufulla, vitsmuna-krefjandi trú sem Kierkegaard taldi vera loka áfangastaðinn í lífinu, þar sem maðurinn áttar sig á þversögninni við kristnina. Fulltrúi þessarar trúar telur hann vera Abraham úr Biblíunni.
Ég er mjög hrifinn af þessari kenningu um áfangana og held að þetta geti fengið marga almenna borgara til þess að íhuga stöðu sína, allavega hafði það þau áhrif á mig. En samt finnst mér hann setja þetta nokkurnveginn fram eins og broddborgarinn hafi það best, og fáfræðin sé blessun hans, allavega um leið og hann áttar sig á stöðu sinni og verður fagurkeri á hann erfitt með að finna tilgang í lífinu. Og einhvern veginn finnst mér eins og siðferðislífið innihaldi kannski of margar skyldur sem minnir helst á úlfaldann í kenningu Nietzsche. Svo er það trúarlíf A sem er að vísu svipað lífi broddborgarans þar sem fylgt er helstu straumum trúar í blindni. Lokastigið skil ég ekki hvað Kierkegaard finnst svona frábært við, kannski skil ég það bara ekki yfir höfuð eða kannski er það því ég er sjálfur ekki trúaður, en allavega virðist Kierkegaard hafa leitt það líf og einhvern veginn sé ég hann best fyrir mér sem einmana, vansælann, bitrann karl. En þarna kemur nátturulega upp það sem hefur oft vafist fyrir mér: „betra er að vera vansæll maður en sælt svín og betra er að vera óánægður Sókrates en ánægður heimskingi“. (Ármann Halldórsson og Róbert Jack, 2008, bls. 98) Þarna verður maður að spyrja sig: er betra að vera hinn óhamingjusami Kierkegaard eða „venjulegur“ broddborgari? Er fáfræði sæla? En þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að eyða fleiri línum í í bili.
Meira hef ég ekki að segja um þennan mikla meistara en ætla samt að leyfa honum að eiga lokaorðið og þar sem það er því miður allt of lítið til á íslensku þá verður það bara vera á gömlu góðu dönskunni:
Det er ganske sandt, hvad Philosophien siger, at Livet maa forstaaes baglænds. Men derover glemmer man den anden Sætning, at det maa leves forlænds. Hvilken Sætning, jo meer den gjennemtænkes, netop ender med, at Livet i Timeligheden aldrig ret bliver forstaaeligt, netop fordi jeg intet Øieblik kan faae fuldelig Ro til at indtage Stillingen: baglænds.
(Søren Kierkegaard; 1843)


Heimildir
Søren Kierkegaard(1843) „Livet forstås baglæns, men må leves forlæns“ Slóð: http://www.sk.ku.dk/citater.asp Skoðað 3. maí 2010

Ármann Halldórsson og Róbert Jack. 2008. Heimspeki fyrir þig. Mál og menning, Reykjavík.

Erik Lund, Mogens Pihl og Johannes Sløk. 1962. De europæiske ideers historie. Gyldendal, København.

Gunnar Dal. 1979. Heimspekingar Vesturlanda. Víkurútgáfan, Reykjavík.

Søren Kierkegaard. 2000. Endurtekningin. Þorsteinn Gylfason(þýðandi). Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík.

Søren Kierkegaard. 2000. Uggur og ótti. Jóhanna Þráinsdóttir(þýðandi). Hið íslenzka Bókmenntafélag, Reykjavík.

Peter Thielst. 1995. Lykkens dør går udad – Søren Kierkegaard – tekster på nudansk. Gyldendal, Copenhagen.

Vilhjálmur Árnason. 2008. Farsælt líf, réttlátt samfélag – kenningar í siðfræði. Heimskringla/Mál og Menning, Reykjavík.
Tíminn er eins og þvagleki.