Er Guð til? Er Guð til?

- Byrjun

Ef við erum til, þá eru tvær mögulegar ástæður fyrir tilvist okkar .

Annað hvort höfðum við byrjun eða við höfðum enga byrjun.

Biblían segir: Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. (Genesis 1:1)

Flestir guðleysingjar, vilja meina að það var engin byrjun; að efni hefur alltaf verið til í formi orku eða efnis, og það eina sem hefur gerst er að efni hefur breyst úr einu formi yfir í annað, en það hefur alltaf verið til staðar.

En ef heimurinn átti sér ekkert upphaf og hefur verið til í óendanlegan tíma, hvernig getur þá verið að það er ennþá til eldsneyti fyrir stjörnurnar, að heimurinn er ennþá að þenjast út, að heimurinn er ennþá til? Í hvert skipti sem heimurinn þennst út, er að notast upp „varma-orka“ – heimurinn er að eldast, hann mun deyja.

Við höfum komist að því að heimurinn er í alvörunni að þenjast út, sem segir okkur að á einhverjum tímapunkti vorum við öll í einum punkti sem vísindamenn kalla á ensku singularity.

Svo þeyttumst við út í risahvelli kallaður Mikli Hvellur.

Ekki rugla saman byrjun heimsins og upphaf myndun geimsins (Mikli hvellur).

En málið er; ef heimurinn átti sér enga byrjun, ekkert upphaf heldur hefur ávallt verið til fyrir stuðlan tilvist efnis, orku eða annarrar mynd hennar, þá hefur heimurinn í rauninni verið til í óendalega tíma, endalausan. Það, er ómögulegt.

Ekkert, sem lýtur lögmálum náttúrunnar, getur „lifað“ endalaust. Það er þversögn.

Biblían hafði rétt fyrir sér, það var byrjun.

- Orsök

En ef sköpun átti sér byrjun, þá höfum við aðra rökrétta spurningu til að spyrja okkur. Var orsök fyrir sköpun eða ekki?

Biblían segir okkur að: Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

Þarna segir hún okkur að ekki eingöngu var ástæða, sköpun, heldur líka hver orsökin voru.

Það var Guð.

Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð.

Guðleysinginn segir okkur að efni eigi sér tilvist án ytri orsaka og var ekki skapað.

En ef efni átti sér byrjun án orsaka, þá verður maður að halda því fram að efni hafi sprottið úr engu. Frá tómu rúmi án nokkurs krafts, efni, orku né greind.

Jafnvel þótt þetta væri hægt, þá myndi það varpa um koll öllu sem við vitum um vísindin. Ekkert virkar eins og það á að gera, eðlisfræði, efnafræði, rafmagn. Allt byggt á grundvelli sem ekki lengur væri réttur.

Sjónvarpið þitt getur ekki virkað, það gengur ekki upp!

Þannig að Biblían hefur rétt fyrir sér aftur, það var byrjun og hún var orsökuð.

- Hver skapaði Guð?

Þið spyrjið ykkur eflaust afhverju það sama gildi ekki um alheiminn og Guð,
afhverju er það ekki jafn ógilt að segja að Guð hefur alltaf verið til?

Vandamálið er að margir hafa mistúlkað hugtakið Guð. Guð er ekki efnisleg vera –

heldur andi.

Veltið fyrir ykkur meðfylgjandi lýsingu á Guði úr Biblíunni:

Guð er andi… (John 4:24)

- Ástæða

Við höfum byrjun sem var orsökuð, en hver var ástæðan? Hvað lét byrjunina gerast?

Biblían segir okkur að Guð var ástæðan, hann gerði svo með áætlun, ástæðu og röksemd.

Guðleysinginn segir okkur að það var tilviljun, atómið og lífið hafi sprottið upp af einskærri tilviljun út af engri sérstakri ástæðu.

En, síðan 1980 hefur verið lögmál sem segir að tilviljun geti ekki útskýrt atómið og líf. Það verður að vera einhver rökrétt ástæða á bak við það.

Ef ástæðan getur ekki verið tilviljun, þá hlýtur hún að vera vegna þess að eitthvað skapaði heiminn.

Við hugsum um heiminn sem rúm og tíma og orku.

En það sem skapar rúmið, tíman og orkuna, getur ekki verið hluti af þeim heimi.

Við verðum að hugsa um skaparann sem utan við okkar eigin veruleika, okkar eigin vídd.

Tími, rúm og orka hefur engin áhrif á Guð. Hann skapaði tíma og rúm, Guð var augljóslega ekki skapaður.

Guð byrjaði byrjunina, þess vegna segir hann: „Ég er Alfa og Omega, upphaf og endir, fyrstur og síðastur!“

——————

Já takk fyrir mig, vonandi líkaði ykkur. Ég vil bara taka það fram að þetta er mín skoðun, ekki einhver heilagur sannleikur og ég er viss um að þið verðið fljót að koma með rök á móti þessu.

Ég bíð spenntur :)
Amroth Palantír Elensar