Skrifaði þetta einhverntímann fyrir skólann og langaði að setja þetta inná.


Sjálfsvíg.

Emile Durkheim var fyrstur manna til þess að skrifa um sjálfsvíg á vísindalegan hátt.
Hann fæddist 15. apríl 1858 og var franskur félagsfræðingur og mannfræðingur; rannsakaði samfélagið útfrá m.a. glæpum, sjálfsvígum, trúarbrögðum og menntun, og var fyrstur til að nota vísindalegar aðferðir í félagslegum rannsóknumsínum.
Hann var af gyðingaættum en var trúarleysingi mestan hluta ævi sinnar.
Árið 1897 gaf hann út bókina Les suicide þar sem hann birti niðurstöður úr rannsóknum sínum á sjálfsvígum.
Durkheim skilgreindi sjálfsvíg sem ,,hvern þann dauðdaga sem er bein eða óbein afleiðng, jákvæðrar eða neikvæðrar athafnar, sem fórnarlambið framkvæmir.”
Hann vildi meina að greina yrði á milli hvort dauðinn væri afleiðing athafna eða hvort hann væri sjálft markmiðið, og sagði að athöfnin yrði að vera markbundin.

Sjálfsvígum skipti hann í fjóra flokka;
Sjálfhverfsjálfsvíg (egoistic suicide): Einstaklingur sem myndar neikvæð tengsl við samfélagið, samsamar sig ekki og finnst hann ekki tilheyra neinun hóp. Tómarúm myndast í honum; hann einangrast og verður háður sjálfum sér og fer að tileinka sér aðeins þær reglur sem þjóna hans eigin hagsmunum.
Sjálfsfórnunarsjálfsvíg (altruism suicide): Einstaklingur sem hefur of mikla félagslega samvitund og er reiðubúinn til þess að gera hvað sem er fyrir samfélagið. Hann skapar ekki umhverfið heldur er einn af heildinni og er því vægi hans ekki mikið.
Munurinn á sjálfshverfum- og sjálfsfórnunarsjálfsvígum er sá að hagsmunir heildarinnar eru í algjörum forgangi í sjálfsfórnunarsjálfsvígum, en í sjálfhverfumsjálfsvígum er einstaklingurinn í sviðsljósinu.
Siðrofssjálfsvíg (anoime): Þegar samfélagið gefur ekki nógu skýr skilaboð um það hvernig einstaklingurinn á að haga sér; einstaklingurinn verður ekki öruggur um “rétta” hegðun. Hugmyndin er ekki sú að einstaklingurinn sé í veiku eða sterku sambandi við samfélagið, heldur að það einfaldlega ráði ekki nógu miklu yfir lífi hans.
Forlagatengdsjálfsvíg (fatalism): Andstæða siðrofs; þegar samfélagið hefur yfirþyrmandi mikið taumhald á einstaklingnum og hann sér meira frelsi í dauðanum.

Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök á vesturlöndum og árlega taka um hálf millijón manna um allan heim líf sitt, auk þess sem um fimm miljónir gera tilraunir til þess ár hvert.
Viðhorf til sjálfsvíga er mismunandi eftir löndum með tilliti til menningar og trúarbragða.
Samkvæmt kristni trú hefur Kristur frelsað manninn með blóði sínu, sem merkir að við erum nokkurskonar okkar eigin “guðir” og megum því ekki taka líf okkar sjálf. Kaþólsk trú vill meina að það sé gegn vilja guðs að fyrirfara sér og skapi það beina leið til helvítis.
Búddistar trúa því að það sé hluti af lífinu að kveljast og þjást, og því breyti það svosem ekki miklu fyrir manninn að fyrirfara sér, það sem hann endurfæðist aftur og haldi þar kvölunum áfram.
Gyðingar telja sjálfsvíg eina stærstu synd sem hægt er að fremja – nema: ef maður er neyddur til þess, maður hefur guðlastað, drýgt hór eða framið sifjaspell.
Norræn goðafræði inniheldur örlög að stærstum hluta og er því sjálfsvíg fylgifiskur þess.
Í heiðnum fjölgyðistrúarbrögðum er dauðinn sjaldnast séður sem andstæður lífinu, eins og í flestum eingyðistrúarbrögðum, heldur er hann bara eðlilegur og mikilvægur hluti þess sem allir ganga í gegnum.
Durkheim sýndi fram á að stærsti áhættuhópurinn væri einhleypir, hvítir karlmenn sem aðhyllast mótmælendatrú. Minni sjálfsmorðstíðni væri hjá giftum mönnum, enn minni hjá kaþólikkun og ennþá minni hjá gyðingum.
Hann vildi meina að tíðni sjálfsvíga væri ekki bundin sálfræði einstaklinga, heldur ákveðnum félagslegum skilyrðum. Aðrir höfðu komið fram með þessa kenningu áður, þar sem tíðnin hélst heldur ekki í hendur við hlutfall geðsjúkra né staðbundina aðstæðna.

Hvers vegna fremur fólk sjálfsvíg?
Allir hafa sínar ástæður. Fólk fer í gegnum daginn og þarf að takast á við óteljandi vandamál hvern einasta dag og stundum getur maður fengið algjörlega upp í kok á þeim.
Þau geta verið eins og örþunnir þræðir sem flækjast saman í svo stóran flóka að það virðist útilokað að greiða úr þeim; svo vandlega hnýtt að það virðist þjóna engum tilgangi að reyna að koma öllu í sama horf, og einfaldasta lausnin sé bara að klippa á.
Fólk hættir að sjá nokkurn tilgang með lífinu. Eintómur vanlíði, pína og kvöl sem harðneitar að dofna; eina leiðin til að líða betur sé að gefast bara upp.
Kannski skiljanlegt að fólk vilji borga lífinu í sömu mynt. Þó svo að það losni undan byrgðinni, þá hverfa vandamálin ekki. Þau verða eftir og setjast oft bara á þá sem stóðu manni næst og magnast ef eitthvað er, í bland við alla þá sorg sem dauði manna sem taka líf sitt fylgir aðstandendum; þeir sem eftir sitja fá kannski samviskubit yfir því að hafa ekki geta séð þetta fyrir, að hafa ekki geta gert neitt sem hefði hugsanlega getað komið í veg fyrir að þetta hefði gerst, hvort þeir hafi gert eitthvað sem hefði stuðlað að þessu og svo lengi mætti telja.
Sjálfsvíg er því að vissu leyti mikil sjálfselska.

Þekktir einstaklingar sem hafa framið sjálfsvíg:
Sid Viciou: fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar Sex Pistols, fæddur 10. mái 1957, alinn upp af einstæðri, heróínháðri móður. Fyrirfór sér með of stórum skammti af heróíni 2. apríl 1979, aðeins 21. árs og talið er að ástæða þess sé sú að hann hafi ekki getað lifað án kærustu sinnar, Nancy Spungen, sem var myrt á hrottalegan hátt 12. október 1978.
Kurt Cobain: fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar Nirvana, fæddur 20. febrúar 1967. Leiddist út í eiturlyf 13 ára gamall og var haldin þunglyndi mest alla ævi. Skrifaði frægt sjálfsmorðsbréf í heróínvímu áður en hann skaut sig í hausinn þann 5. apríl 1994.
Per Yngve Ohlin: fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar Mayhem, fæddur 16. janúar 1969. Þunglyndur og geðveikur alla ævi, drap sig 8. apríl 1991 með því að skera sig á báðum púlsum og skaut sig síðan í hausinn. Skildi eftir sjálfsmorðsbréf með afsökunarbeiðni yfir því að hafa skotið sig innandyra og fyrir að að hafa sóðað allt út með blóðinu úr sér.
Adolf Hitler: Frægasti nasistaforingi allra tíma, fæddur 20. apríl 1889 og skaut sig í hausinn 30. apríl 1945 eftir að hafa tekið inn blásýru.
Heath Ledger: Ástralaskur leikari, fæddur 4. apríl 1979 og lést 22. janúar 2008 eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Deila má um hvort hann hafi gert það viljandi eða ekki, en hann sagði einhverntímann í viðtali:
,,I only do this because I'm having fun. The day I stop having fun, I'll just walk away.”
Síðan má bæta því við hvort að eiturlyfjaneysla sé ekki bara hægt sjálfsmorð?



Heimildarskrá.

http://209.85.229.132/search?q=cache:rtDfvLHUbI0J:www.ismennt.is/not/soc/_kennsla/2000/durkheim.doc+emil+durkheim&cd=11&hl=is&ct=clnk&gl=is&lr=lang_is (sótt 22. október 2009).
http://is.wikipedia.org/wiki/Sj%C3%A1lfsmor%C3%B0 (sótt 22. október 2009).
http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%89mile_Durkheim (sótt 22. október 2009).
http://www.hugi.is/punk/articles.php?page=view&contentId=4622204 (sótt 22. október 2009).
http://en.wikipedia.org/wiki/Heath_Ledger (sótt 25. október 2009).
http://thinkexist.com/quotation/i-only-do-this-because-i-m-having-fun-the-day-i/408750.html (sótt 25. október 2009).
http://en.wikipedia.org/wiki/Dead_(musician) (sótt 25. október 2009).
http://is.wikipedia.org/wiki/Adolf_Hitler (sótt 25. otkóber 2009).
http://is.wikipedia.org/wiki/Kurt_Cobain (sótt 25. október 2009).