Tek það fram að þá að líti út fyrir það, þá er ég ekki kristnihatari eða neitt slíkt, skrifa þetta frá eins hlutlausu sjónarmiði og mér er fært um

Nú hef ég lesið margt sem er hérna inni á huga varðandi
Kommúnisma, krstni og öðrum trúm, félagslegum darwinisma o.s.frv.
Allar þessar greinar eru mjög upplýsandi og vel skrifaðar.

Ég hef samt sem áður áttað mig á því að allar þessar hugmyndir og enn fleiri svosem anarchismi og lýðræði, eru sem sagt hugmyndir sem fyrst voru hannaðar með góðum ásetningi
(tja, a.m.k. sumar þeirra).
Alltaf hafa þessar hugmyndir fallið í röngu hendur og það fólk á toppinum verður auðveldlega spillt og of gráðugt.

En þá datt mér í hug, Eru ekki flest allar hendur
“rangar hendur”. Það er að segja, er mannskepna nógu þroskuð til að takast á við hugmyndir á svona rosa stórri gráðu?

Oft hefur góð hugmynd orðið til þess að hamfarir eiga sér stað.

Trú, reyndar flest allar hugmyndir af trú voru að mestu leiti byggðar á því að vera góð við hvort annað og sýna miskunarsemi og gæsku, en svo þegar við leyfum einhverjum manni að vera við stýrið, þá yfirleitt stígur þetta nýfengna vald fólki til höfuðs, eða ef einhver virðist standa sig vel þá er sú manneskja myrt af öðrum manni sem vill þetta vald. Það eru um of mörg dæmi í mannkynssögunni sem styður það.
Mannskepnan er of ábyrgðalaus, kærulaus, auðspillt skepna
sem of auðveldlega er stjórnað.

Með hverri hugmynd sem við höfum sett framm þá höfum við nær alltaf tekið eitt stökk frammávið og tvö stökk afturábak.
T.d þegar Kristnir menn reyndu í mörg hundruð ár að hindra framgang vísinda því að þau trúðu að það væri enginn svör að finna nema í trú.
Og þeim mistókst í rauninni ekki að hindra framgangin.
Í hvernig heimi værum við nú ef Kristnir hefðu stutt undir allar vísindagreinar eins og stjörnufræði, efnafræði, stærð og- rúmfræði? væri það betra eða verra ?

Við höldum öll að við séum með betri hugmyndir en það fólk sem stjórnar. ef við tildæmis lítum á ástandið hér á klakanum í dag.
Og mjög oft er það rétt, en við gleymum að taka það með í reikningin hvað við sem tegund er veiklynd.

Og að lokum þá vill ég spyrja.
Haldið þið að þið myndur standast freistingarnar
eða standa við bakið á heildarmyndinni ?