Smá Formáli (ATH. - Formáli er ekki fyrir viðkvæma)

Ég kem heim í dag.. kötturinn tekur á móti mér svoleiðis grenjandi eins og vanalega, bara mjálmar á mig eins og ég hafi Tantrað hann á 7 vegu frá Sunnudegi, kærastan nývöknuð og “fersk” var ekkert búin að kíkja á kisuna. ég kíki í matardallinn.. nei nei, nóg af Whiskas í honum svo ég kíki inn á klósett þar sem hann hafði verið með niðurgang greyið, en Já SÆLL! það var eins og hann hafi pissað út um vitlaust gat takk fyrir góðan daginn. svo hefur hann stigið í drulluna og búinn að spora út ALLT Baðherbergið! - Svo það var hoppað út í búð, og keypt þær þrifavörur sem vantaði í stærsta verkefni dagsins - Operation: Föstudagsþrif../Baðherbergið

Það má með sanni segja að ég hafi unnið mér inn Toblerone mola í dag.

Byrjað var á því að þrífa drulluna eftir köttinn og skrúbbað gólfið með grófsvampi og sett svo nýjan kattasand í kassann hans (haldið þið að helvítið hafi ekki bara migið á skítugt handklæði á meðan ég var að vinna í kassanum (fer að gefa helvítið fljótlega á einhvern kínverskan veitingastað ef þetta lagast ekki í bráð) Var svo sprautað vatni yfir gólfið og það þurrkað (Súperflott allt saman)

Því næst var skellt í þvottavél í tilefni dagsins og sett pissuhandklæðið ásamt baðherbergismottunum (því hann pissaði alveg vel á það líka!!) og fleira skíterí .. svo hellt nóg af vökva með góðri lykt og skellt í gang.




<a href="http://s142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/?action=view&current=DSC00708.jpg" target="_blank"><img src="http://i142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/DSC00708.jpg" border="0" alt="Photobucket"></a>

Flísarnar í sturtunni voru vægast sagt viðbjóðslegar en þær litu út fyrir að hafa verið síðast þrifnar þegar Jesú var í æfingarakstri á Flinstones-bíl. Svo það var hellt Kalkhreinsi yfir allt heila klabbið og heyrði maður strax svona “zzhhhh” eins og í gosi þegar hann fór að vinna á skítnum. Flísarnar voru orðnar bleikar í botninum af einhverri skíthúð og sementið á milli þeirra komið með myglu á sig (ekki voðalega heilbrigt það) svo það var skrúbbað vel og lengi þartil flísanar urðu barasta tandurhreinar, engin skítahúð og blöndunartækin gljáðu eins og nýjar 22" Krómfelgur á Hummer H3 Já Blessaðan Daginn!

<a href="http://s142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/?action=view&current=DSC00710.jpg" target="_blank"><img src="http://i142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/DSC00710.jpg" border="0" alt="Photobucket"></a>

Hérna er nú bara hálft verk komið. Vaskurinn og hásætið eftir. og var að sjálfsögðu drekkt öllu í einhverjum bláum vökvum sem lyktuðu eins og gott/sterkt áfengi (ég smakkaði samt ekkert!) og setan af sætinu tekin og sett í sturtuna og það sprautað upp og niður. Vaskurinn því næst skrúbbaður hátt og lágt, (og undir!!, ekkert gaman að vera með ryk og skít undir vaski sem lítur út fyrir að vera hreinn) svo hann skolaður með heitu vatni og þurrkaður. klósettið tilbúið og gert það sama ásamt því að fara vel undir það.

<a href="http://s142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/?action=view&current=DSC00713.jpg" target="_blank"><img src="http://i142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/DSC00713.jpg" border="0" alt="Photobucket"></a>

<a href="http://s142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/?action=view&current=DSC00715.jpg" target="_blank"><img src="http://i142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/DSC00715.jpg" border="0" alt="Photobucket"></a>

Ekki var sögunni lokið þar sem við höfum jú spegil og hillu þar sem við geymum allt snyrterí og fannst mér mikið vanta upp á þar. svo eftir smástund af planleggeríi og snurfusi var allt komið eins og ég vildi hafa það.





<a href="http://s142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/?action=view&current=DSC00717.jpg" target="_blank"><img src="http://i142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/DSC00717.jpg" border="0" alt="Photobucket"></a>

<a href="http://s142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/?action=view&current=DSC00718.jpg" target="_blank"><img src="http://i142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/DSC00718.jpg" border="0" alt="Photobucket"></a>

Allt í allt með pásum var þetta 1 og hálfur tími og uppskar ég ekki einn heldur tvo Toblerone mola! og eitt Súperhreint baðherberbergi (ég meira að segja held að Bree Van De Kamp væri ánægð með strákinn). Með Hreinlætiskveðju

Rattata

<a href="http://s142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/?action=view&current=DSC00712.jpg" target="_blank"><img src="http://i142.photobucket.com/albums/r115/Mattalingur/DSC00712.jpg" border="0" alt="Photobucket"></a>
Bro's before Ho's