Jæja ég var að kaupa mér íbúð ásamt kæratanum fyrir svona u.þ.b 5 mánuðum síðan og við erum búin að búa þarna síðan. Þetta er 10 ára gömul íbúð á 3 hæð í 4 hæða fjölbýli. Við vorum mjög ánægð þegar við fluttum þangað en síðan fór ýmislegt að koma í ljós.

Nágrannarnir okkar sem búa fyrir ofan okkur eru langt frá því að vera kurteist fólk. Heldur eru þau frekar dónaleg við allt og alla. Þau neita að borga í sameiginlega hússjóði, mæta aldrei á húsfundi og eru bara hreint út sagt mjög ókurteis.

Þegar maður mætir þeim í stigaganginum þá er bara endalaus fýla í gangi og allt ómögulegt. Alltaf eitthvað röfl um eitthvað sem tengist húsinu. Ef það er ekki hundaskítur úti í garði þá er verið að kvarta undan hávaða yfir íbúðinni fyrir ofan. En þar býr 83 ára gömul kona alein, svo við höfum oft verið að spyrja okkur hvaða hávaða er þar að finna.

Og þar sem þau hafa ekki borgað í hússjóði þá hafa þau stundum tekið sig til og gengið sjálf í ýmsar lagfæringar, bæði á garðinum og í hjólageymslunni við mismunandi fögnuð. Einn laugardagsmorgun var t.d búið að setja öll hjól út þar sem þau ákváðu að mála gólfið í hjólageymslunni. Svo viku seinna var öllum sent heim reikningur fyrir 8.800 krónur sem átti síðan að leggja beint inn á þau þar sem þau höfðu víst að eigin sögn borgað úr eigin vasa. En engin hafði samþykkt þessa ,,lagfæringu".

Allt varð auðvitað brjálað og lögfræðingar voru settir í málið, sem nú er í vinnslu. En ég get sagt ykkur það að andrúmsloftið í stigaganginum er mjög sérstakt þessa dagana. Sem betur fer láta þau mjög lítið fyrir sér fara og maður sér þau eiginlega ekkert á vappinu! Það verður allavega spennandi að sjá hvenrig framhaldið verður. En þetta eru án efa verstu nágrannar sem ég hef nokkru sinni kynnst. Vona að engin eigi eftir að lenda í því sama!!