Ég er að fara að byrja Max-OT prógram (Maximum Overload Training). Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá getiði lesið um það á þessari síðu:

http://www.ast-ss.com/maxot.php (þarf reyndar að skrá sig, en það er svosem ekket stórmál)

Svo er búið að íslenska þetta hérna:
http://www.progress.is/index.php?option=com_content&view=article&id=243&catid=44&Itemid=113

Í stuttu máli þá gengur þetta út á að æfa aðeins í um 30-40 mínútur í senn, því náttúrulegir vaxtarhormónar eru í hámarki á þeim tíma. Og að taka þá þyngd sem þú getur tekið lágmark 4 sinnum eða hámark 6 sinnum og maður á að faila innan þessara marka. Aðeins æfður einn til tveir vöðvahópar á dag og bara um 2-3 set per æfingu.

Allavega langaði mig að vita hvort einhver hérna hafi prófað svona prógram áður og ef svo er hvernig það hefur gengið?
…djók