Hæ,

Hvað er hægt að borða með skyri eins og t.d. peruskyri frá skyr.is til að auka kaloríurnar (og væntanlega fituna)? Takmarkið er að byggja upp styrk og vöðva og ég hef verið að prufa prógramm sem heitir Starting Strength eftir Mark Rippetoe.

Málið er að skyr hefur fullt af próteini og er svo auðvelt að borða á milli stóru máltíðanna en gallinn er að það hefur allt of lítið af kaloríum til að byggja upp vöðva og styrk, enda nánast því engin fita í því. Einhver stakk upp á að hella rjóma út í það en bragðið er alveg ferlegt þannig. Kannski má borða þetta með hnetum til að auka kaloríurnar og fitu? Einhverjar hugmyndir?