Var að velta því fyrir mér hvernig það er, ef maður tekur hnébeygjutörn í einhverjar vikur þar sem maður getur í raun ekkert deddað útaf álaginu frá beygjunum, mun maður samt geta bætt sig í deddinu bara útaf hnébeygjunum?

Finnst einhvernvegin eins og hnébeygjurnar geti skilað sér í deddinu en deddið geti í raun ekkert endilega skilað sér í hnébeygjunni. Ykkar pælingar um þetta?
…djók