Það veit enginn hvað gerist þegar maður deyr nema það að lífið á jörðu muni breytast. Þess vegna var mér sagt að maður ætti ekki að vilja deyja því maður hefur örugglega langan lista yfir það sem maður vill fá út úr lífinu. Ég hef von um betra líf og þess vegna held ég áfram að reyna. Þetta er ekki einfaldur heimur til að vaxa og verða að fullvaxinni mannveru. Ég kenni ekki sjálfri mér um að finnast lífið erfitt en ég gefst aldrei upp. Mig dreymir drauma um hvernig ég muni lifa hamingjusömu lífi með ást og hamingju. Ég hef týnt hamingjunni og ég veit ekkert hvað ég að að gera. Þegar ég var lítil var ég oft hamingjusöm en þegar ég nálgaðist töluna þrettán hef ég fölnað. Að finna hamingjusemina aftur er erfitt verk. Ég hef oft sagt við sjálfa mig: „Vertu sá sem þú vilt vera og þú munt finna sjálfa/n þig.“ Það sem ég meina með því er að fylgja hjartanu og elta draum sinn til að finna hamingjuna. Sem dæmi finnst mér ég vera litli ljóti andarunginn sem mun blómstra og verða að svani. Til þess að ég geti komist alla leið þarf ég að stefna að markinu með því að gera það sem færir mig nær takmarki mínu. Ef mér tekst ekki áætlunarverkið mitt þá set ég plan B í spilarann og ýti á play. Hvað gerist ef plan B klikkar? Það er örugglega ekki bara ein leið fyrir mig að verða hamingjusöm. Hvað með plan B og C og kannski D. Ég ætla skilja við heiminn hamingjusamari en hann var. Ég mun ekki deyja fyrir þann tímapunkt sem ég mun hafa lifað lífið mínu til fulls.

Uppskriftin að hamingju

Hráefni:
2 dl gleði
4 msk draumar
3 tsk vinátta
¼ tsk hugrekki
5 kg ást og umhyggja
400 g jákvæðni
½ msk lærdómur
10 dl hreyfing
7 kg heilsa
60 g von og trú
3 stk fyrirgefning

Aðferð: Hugsaðu jákvætt. Kynntu þér heiminn. Styrktu hæfileika þína.